-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Dýpkun í Siglufjarðarhöfn er lokið. Fjarlægðir voru 3.440 rúmmetrar af efni, sem er aukning frá áætlun um 940 rúmmetra. Aukningin stafar af viðbótarverki við innsiglingu í innrihöfn.
Bókun fundar
Til máls tóku Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra þar sem farið er yfir fjárhagslega stöðu Fjallabyggðarhafna.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að koma með sparnaðartillögur og tillögur að aukinni nýtingu á bryggjum í Fjallabyggðarhöfnum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lögð fram drög að leiðbeinandi fyrirmynd fyrir umhverfisstefnu hafna.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að útbúa umhverfisstefnu hafna fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að útboð á efniskaupum á stálþili vegna Bæjarbryggju var auglýst 6. maí og verða tilboð opnuð 12. júní. Efnið skal afhendast á verkstað eigi síðar en í lok september 2015.
Bókun fundar
Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Búið er að afhenda allt efni fyrir myndavélakerfin og er gert ráð fyrir að uppsetningu verði lokið í júní.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagt fram tilboð frá Króla ehf í uppsetningu á þremur einingum af fráfarandi flotbryggju í Ólafsfirði.
Einnig ósk Selvíkur um að nýta eina fráfarandi bryggju við Sigló Hótel samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Búið er að ráðstafa einni einingu við olíuafgreiðslu á Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn setur þann fyrirvara að bryggjurnar verði nýttar ef ástandsskoðun, eftir að þær hafa verið teknar upp, leiðir í ljós að þær séu nothæfar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Landaður afli á tímabilinu 1. janúar 2015 til 29. maí 2015.
Siglufjörður 7455 tonn í 807 löndunum.
Ólafsfjörður 378 tonn í 337 löndunum.
Samanburður við sama tíma fyrir árið 2014 er.
Siglufjörður 6326 tonn í 862 löndunum.
Ólafsfjörður 256 tonn í 338 löndunum.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Ein umsókn barst í afleysingarstarf við hafnir Fjallabyggðar og er hún frá Guðna Þór Sveinssyni.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagður fram tölvupóstur frá N1, þar sem hugmyndir um mengunarvarnir eru reifaðar. Bent er á að hægt væri að setja árekstrarvörn, eða að steypa þró undir olíutanka.
Hafnarstjórn bókar að olíufélögunum verði skylt að nota tvöfalda tanka og setja viðurkenndar árekstrarvarnir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 7. hafnafundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði, föstudaginn 28. ágúst næstkomandi.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að sitja fundinn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Bæjarstjórn óskar að niðurstöðutölur í rekstraryfirliti séu bókaðar í fundargerð.
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015
Mikil aukning er á komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar. Á árinu 2015 eru tveir dagar þar sem tvö skemmtiferðaskip verða á staðnum á sama tíma.
Við þær aðstæður verður ekki pláss fyrir öll skip á Bæjarbryggju og því þarf að leggja togurum og/eða skemmtiferðaskipum annað hvort að Ingvarsbryggju eða Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að finna lausn á vandamálinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.