Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Málsnúmer 1505009F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Árni og Lilja, starfsmenn Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. komu á fund nefndarinnar til að innleiða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028.
Nefndin felur tæknideild að senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar um að ákveðið hafi verið að endurskoða Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.
Bókun fundar
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Lagðar fram teikningar af húsnæði við Hlíðarveg 18-20 og óskað eftir leyfi fyrir hönd Annathor ehf. til að breyta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús. Fyrirhugað að byggja kvist á ris og nýta það fyrir tvær íbúðir. Gert er ráð fyrir 14 íbúðum í húsinu.
Nefndin samþykkir breytta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús og felur tæknideild að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum fyrirliggjandi teikningar.
Bókun fundar
Til mál tóku Kristinn Kristjánsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Þórhallur Ásmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Lækjargötu 4b. Lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd ásamt samþykki nágranna.
Nefndin samþykkir erindið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Húseigendur við Lækjargötu 11 óska eftir að lóðin Lækjargata 11b og um helmingur óúthlutaðs lands vestan húss þeirra, sameinist lóðinni Lækjargötu 11. Lagður fram uppdráttur af tillögu þessari.
Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og felur tæknideild að ganga frá nýjum lóðarleigusamning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs/bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Á 181.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 9.apríl s.l. var tæknideild falið að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar á húsi við Hvanneyrarbraut 15, Siglufirði. Breytingarnar voru kynntar nágrönnum 20.apríl - 18.maí sl. og þeim gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst ásamt aðaluppdráttum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Lagt fram til kynningar bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem fram kemur hversu mikilvægt starf byggingarfulltrúa er fötluðu fólki þegar kemur að mannvirkjagerð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.