Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015
Málsnúmer 1503003F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015
Lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Tillögur sem fram koma í skýrslunni hafa verið kynntar hagsmunaaðilum og var það almenn skoðun þeirra að tillaga 3 væri ákjósanlegust.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur á endurnýjun bæjarbryggjunnar og leggur til að valin verði tillaga 3 og hönnun verði sett á fullt. Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Afgreiðsla 66. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015
Lögð fram uppfærð tilboð í myndavélakerfi fyrir báðar hafnir ásamt staðsetningum myndavéla, þrjár á Ólafsfirði og 5-6 á Siglufirði. Kostnaður með uppsetningu er áætlaður 3 milljónir.
Hafnarstjórn staðfestir fyrri ákvörðun um kaupin og tillögu að uppsetningu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 66. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015
Í ljósi þess að dýpkunarúthald er á leið til Norðurlands þá þótti hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar rétt að nýta tækifærið til að dýpka í smábátahöfn á Siglufirði. Lagðar fram teikningar af dýptarmælingum í smábátahöfnum á Siglufirði. Áætlað er að dýpka þurfi um 2.780m3 til að ná niður í kóta -3. Stór hluti kostnaðar er flutningur á dýpkunartækjum en hann dreifist á nokkrar hafnir hér á Norðurlandi og er því hagstætt að nýta tækin.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga um dýpkun í smábátahöfn Siglufirði við Hagtak, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Deildarstjóra tæknideildar falið að leggja fram uppkast að verksamningi við Hagtak fyrir næsta fund hafnarstjórnar. Einnig er hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að leita eftir þáttöku ríkisins í verkefninu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 66. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.