Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015

Málsnúmer 1503002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Sunna ehf. sækir um leyfi til breytinga á húsnæði við Vetrarbraut 8-10. Lagðar voru fram teikningar af fyrirhuguðum breytingum.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS óska eftir samstarfi Fjallabyggðar sumarið 2015 sem felur í sér að fá sjálfboðaliðahópa til að fegra umhverfið í kringum fyrirtæki í bænum, hreinsa fjörur í sveitarfélaginu og önnur tilfallandi verkefni. Í kynningarbréfi samtakanna kemur fram að samstarfsaðilinn útvegar fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan verkefninu stendur.

    Nefndin tekur vel í erindið og felur tæknideild að finna verkefni sem henta samtökunum og hver hugsanlegur kostnaður gæti verið.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Kristjana R. Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Eigandi neðri hæðar við Aðalgötu 15, Siglufirði óskar eftir að fá úthlutað lóð sunnan við Aðalgötu 15 þar sem fyrirhugað er að byggja tvöfaldan bílskúr.

    Nefndin hafnar beiðni um lóð sunnan Aðalgötu 15, en leggur til að bílskúrinn verði byggður innan lóðarmarka Aðalgötu 15.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Lagt fram bréf og uppdráttur frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu innan sveitarfélagsins.

    Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Lögð fram endurbætt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga sbr. bókun 177. fundar nefndarinnar vegna máls nr.1501084.
    Einnig eru lögð fram drög að breytingarblaði vegna breytingar á aðalskipulagi.

    Nefndin samþykkir lýsinguna og felur tæknideild að framlengja umsagnartíma hennar, kynna hana fyrir almenningi og leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum, í samræmi við 1. mgr. 30. og 1. og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Nefndin samþykkir einnig drög að breytingarblaði og felur tæknideild að kynna þau almenningi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga.

    Nefndin samþykkir að gögn þessi verði kynnt almenningi í samræmi við 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.