Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015

Málsnúmer 1503001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Fundurinn hófst með heimsóknum í fyrirtækin Egils sjávarafurðir og Premium á Sigufirði. Atvinnumálanefnd þakkar forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fyrir góðar móttökur og greinargóðar kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um hugsanlegt fyrirkomulag á fyrirtækjaþingum í Fjallabyggð. Vegna bókunar bæjarráðs um fyrirtækjaþing á fundi sínum þann 17. febrúar sl. vill atvinnumálanefnd koma því á framfæri að kjörtímabilið mun ekki duga til að heimsækja öll fyrirtæki í bæjarfélaginu. Samkvæmt minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa er markmið með þessum þingum m.a. að efla tengsl á milli stjórnsýslunnar og atvinnulífsins, auka á upplýsingaflæði á milli aðila og jafnframt að auka þekkingu allra aðila á atvinnutengdri starfsemi í Fjallabyggð.
    Einnig var lagt fram bréf frá MTR þar sem skólinn býður fram aðstoð sína við framkvæmd slíks þings. Nefndin þakkar MTR sýndan áhuga.

    Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að fyrsta þing verði haldið um mánaðarmótin september/október 2015 og skipaður verði starfshópur líkt og upphafleg var lagt til, til að undirbúa slíkt þing.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Kristjana R. Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Lokadagur til þátttöku í Ræsingu í Fjallabyggð er í dag, miðvikudaginn 4. mars.
    Nefndin samþykkir að skipa Val Þór Hilmarsson formann nefndarinnar sem fulltrúa Fjallabyggðar í dómnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1503002 Atvinnuleysistölur Fjallabyggðar
    Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Lagðar fram tölur frá VMST um atvinnuleysi í Fjallabyggð og þróun frá árinu 2007 til 2015. 41 var á atvinnuleysisskrá í janúar 2015 sem eru jafn margir og voru á skrá í janúar 2014. Af þessum fjölda eru 13 karlar og 28 konur. Flestir, eða 15, eru á aldrinum 20 - 29 ára. Á árinu 2014 voru fæstir atvinnulausir í júlí eða 28. Áætlað atvinnuleysi í janúar 2015 er 3,8%. Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson og Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.