Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015

Málsnúmer 1502009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar UÍF, við reglum um húsaleigu- og æfingastyrki Fjallabyggðar til UÍF og aðildarfélaga.

    Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir úthlutun frítíma.
    Fram kom að breytingar á reglum eru til skoðunar.

    Bæjarráð óskar eftir því að tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð í lok mars 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram yfirlýsing dagsett 19. febrúar 2015 frá Stefáni Einarssyni ehf. um að starfsmaður Vegagerðarinnar muni stýra verkinu á verkstað á Siglunesi og sjá til þess að verktaki framfylgi þeim skilyrðum sem sett yrðu í framkvæmdaleyfi Fjallabyggðar.

    Einnig staðfesting verkefnissjóra, hafnardeildar Vegagerðar í tölvupósti dagsettur 19. febrúar 2015, um aðkomu að verkefninu á meðan framkvæmdum stendur og að tryggt sé að farið verði eftir skilyrðum sem settar verða fram í framkvæmdaleyfi.

    Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að sem minnst rask verði og að framkvæmdir séu í samráði við landeigendur á svæðinu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Siglunesi með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Á 380. fundi bæjarráðs frá 17. febrúar 2015, voru lagðir fram undirskriftarlistar frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.

    Bæjarráð samþykkti þá að boða deildarstjóra fjölskyldudeildar og íþrótta- og tómstundafulltrúa á næsta fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir þau atriði sem bent var á í undirskriftalista og mögulegar úrbætur.

    Bæjarráð ítrekar fyrri bókun frá 353. fundi sínum 26. ágúst 2014, þar sem því er beint til fræðslu- og frístundanefndar að fundin verði framtíðarlausn fyrir félagsmiðstöðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram umsögn bæjarstjóra til bæjarráðs er varðar frumvarp til laga um stjórn vatnsmála.

    Breytingar á lögum um stjórn vatnsmála eru í því fólgnar að til að standa undir vatnsþjónustu er lagt árlegt gjald á:
    1. Vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir sem framleiða meira en 250 Gwh/ár.
    2. Vatns- og hitaveitur þar sem vatnstaka er að jafnaði yfir 30 lítrum á sekundu.
    3. Fráveitur, sem taka við meira en 2000 persónueiningum.

    Heildargjaldtaka er samtals um 55 M.kr, þar af komi 40 M.kr. frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum auk hita- og kaldavatnsveitna, fráveitur greiði 15 M.kr.

    Fram kemur í umsögn að Fjallabyggð er rétt yfir mörkum í liðum 2 og 3 og gjaldtaka á sveitarfélagið yrði því óveruleg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram samanburðaryfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til nokkurra sveitarfélaga ásamt Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að send verði fyrirspurn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem óskað verði eftir nánari forsendum fyrir úthlutun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagður fram hönnunarsamningur við VSÓ vegna endurnýjunar Lækjargötu milli Eyrargötu og Aðalgötu á Siglufirði.
    Hönnun og gerð útboðsgagna er 3.750.000 + vsk.
    Skil verkefnis 28. apríl 2015.
    Einnig vegna yfirfallslögn frá tjörn meðfram Múlavegi til norðurs að hafnarsvæði í Ólafsfirði.
    Hönnun og gerð útboðsgagna 2.700.000 + vsk.
    Skil verkefnis 21. apríl 2015.

    Reiknað er með að verkin verði boðin út strax að lokinni hönnun og framkvæmdir hefjist seinni partinn í maí.

    Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan hönnunarsamning við VSÓ.

    S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og óskaði að eftirfarandi yrði bókað:

    "Þessi brýna framkvæmd er ekki á fjárhagsáætlun 2015 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 15. des. 2014 með 7 atkvæðum. Undirrituð spyr hvort taka eigi fjármagn af þeim framkvæmdum sem eru á áætlun eða hvort sé búið að tryggja fjármagn í framkvæmdina með öðrum hætti.
    Þar sem ekki hefur verið gert grein fyrir fjármögnun í þessa framkvæmd, þá sé ég mér ekki fært um að greiða atkvæði með þessari framkvæmd og sit hjá".
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 379. fundur bæjarráðs frá 10. febrúar 2015 óskaði eftir að markaðs- og menningarfulltrúi tæki saman fyrir bæjarráð þau grunnatriði, leiðbeiningar og reglur sem þarf til fyrir rekstur upplýsingamiðstöðva.

    Lögð fram greinargerð markaðs- og menningarfulltrúa um rekstur upplýsingamiðstöðva.

    Samningur við rekstaraðila upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði rennur út í lok maí 2015.

    Bæjarráð samþykkir að upplýsingamiðstöðvar bæjarfélagsins verði staðsettar í bókasöfnum Fjallabyggðar að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við Rarik ohf. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir. Í stað Steinunnar tók Kristjana R. Sveinsdóttir sæti Steinunnar.

    Tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum vegna umsóknar um leikskóladvöl á Leikskálum og svör við henni.

    Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi með tillögu að lausn vegna erindis og leggi fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagður fram til kynningar ársreikningur Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar ásamt skýrslu stjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Fyrirhugað er að halda fund bæjarstjóra á Suðurnesjum 7. til 8. maí 2015.
    Bæjarstjóri gerir ráð fyrir að sækja fundinn.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 18. febrúar 2015, vegna fjárhagslegs uppgjörs á málefnum fatlaðra SFNV til aðildarsveitarfélaga.
    Til grundvallar er greinargerð um skiptingu eignarhluta SFNV.

    Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um forsendur skiptingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fresta þessum lið þar til formleg svör hafa borist frá Vegagerð um kostnaðarþátttöku við uppsetningu hindrunar til að verja húsin við Eyrarflöt. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í tengslum við sölu á Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði (Gaggann) mun skipulags- og umhverfisnefnd leggja fram tillögu að bílastæðum fyrir húsið.

    Kauptilboð sem borist hafa í húsnæðið til Fasteignasölunnar Hvamms í síðasta lagi 13. mars 2015 verða til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi bæjarráðs 17. mars 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi frá Skáksambandi Íslands dagsett 12. febrúar 2015, um fyrirhugað Íslandsmót í skák 2015.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að greiða fyrir gistingu og uppihald fyrir keppendur, en er tilbúið að útvega keppnisstað fyrir Íslandsmótið, Skáksambandi Íslands að kostnaðarlausu ef það verður haldið í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands dagsett 12. febrúar 2015, með beiðni um þátttöku í könnun á skólamötuneytum sveitarfélaga.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fjölskyldudeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. febrúar 2015, um málefni innflytjenda.

    Verið er afla upplýsinga um hvaða sveitarfélög hafi sett sér formlega móttökuáætlun fyrir nýja íbúa af erlendum uppruna eða falið sérstökum starfsmönnum að annast móttöku þeirra.
    Beiðnin er tilkomin vegna markmiðs í þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda um að starfshópi verði falið að semja fyrirmynd að móttökuáætlun fyrir sveitarfélög og farið verði í reynsluverkefni.

    Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fjölskyldudeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .21 1502098 Nýdanskir dagar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í tengslum við "Nýdanska daga" ætlar hljómsveitin Nýdönsk að heimsækja nokkur bæjarfélög með viðeigandi tónleikahaldi, samstarfi vð tónlistarskólana o.fl. sem gleður og göfgar sálina.
    Í erindi sveitarinnar dagsett 10. febrúar 2015, er verið að kanna hvort færa megi fulltrúa bæjarfélagsins gjöf frá hljómsveitinni í tengslum við tónleika í Fjallabyggð 13. mars 2015.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita gjöfinni viðtöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins.
    Starfið fer fram allt árið um kring, með uppskeru í lok skólaárs.

    Í erindi framkvæmdastjóra NKG dagsett 11. febrúar er lögð fram ósk um framlag í formi hvatningar og styrks.

    Bæjarráð samþykkir að senda skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar erindið til umsagnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram erindi frá forstöðumanni Tjarnarborgar, dagsett 11. febrúar 2015, varðandi fyrirhugaðs skemmtikvölds 1. maí 2015 og styrkbeiðni þar að lútandi. Ætlunin er að tengja viðburðinn við 100 ára kosningarrétt kvenna á Íslandi.

    Bæjarráð samþykkir að veita kr. 35 þúsund til leigu á hljóðkerfi og styrk fyrir leigu húss og þrifum samkvæmt gjaldskrá að upphæð kr. 50 þúsund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í bréfi Vinnumálastofnunar frá 21. nóvember 2014 kom fram að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23. september 2012 en óskar eftir viðtalsaðstöðu án endurgjalds.

    370. fundur bæjarráðs frá 3. desember 2014 óskaði eftir því að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð í ljósi þess að atvinnuleitendur þurfa á þjónustu og aðstoð að halda.

    Í bréfi Vinnumálastofnunar frá 11. febrúar 2015 kemur m.a. fram að bregðast hafi þurft við hagræðingarkröfu sem fólst í fjárlögum ársins 2015 og að með nýrri aðferð við að taka á móti umsóknum um atvinnuleysistryggingar, rafrænar undirskriftir umsókna, hafi dregið verulega úr þörf fyrir þeirri þjónustu sem felst í þjónustusamningi vinnumálastofnunar, m.a. við sveitarfélög.

    Þótt Vinnumálastofnun sjái sig tilneydda til að taka ákvörðun um að framlengja ekki þjónustusamninginn, óskar stofnunin eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið um verkefni sem snúa að atvinnuleitendum.

    Bæjarráð samþykkir að viðhalda samstarfi eins og kostur er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í erindi formanns stjórnar Leyningsáss ses, dagsett 10. febrúar 2015 er vakin athygli á að samkv. 9. grein samþykkta Leyningsáss ses skal Fjallabyggð skipa einn mann í stjórn stofnunarinnar, "sem skal að jafnaði vera bæjarstjóri Fjallabyggðar".

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson verði skipaður í stjórn Leyningsáss í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnar I. Birgisson verði aðalmaður í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar í stjórn Leyningsáss ses.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dagsett 12. febrúar 2015.
    Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, rennur út í lok apríl.

    Bæjarráð vísar málinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð Róta bs. frá 9. janúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings frá 4. febrúar 2015.
    Einnig fundargerð frá sameiginlegum fundi stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis 11. febrúar 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar upplýsingar frá Jóda ehf. sem er fyrirtæki í skrúðgarðyrkju og almennri verktöku. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar upplýsingar um málþing um trjágróður í þéttbýli, sem haldið verður 27. febrúar 2015 í Reykjavík, í samvinnu Garðyrkjufélags Íslands og Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar frá 11. febrúar 2015 um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi, haldinn á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Undir þessum dagskrárlið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.
    Lagt fram bréf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem athugasemd er gerð við verðkönnun vegna kröfuinnheimtu fasteignagjalda.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu að svari við athugasemdum við verðkönnun.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék af fundi Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.