-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Húseigendur við Grundargötu nr. 5a, 5b, 7a og Lækjargötu 4c, óskuðu eftir því að fá afnot af lóð við Lækjargötu 6c fyrir bílastæði. Á 172.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að grenndarkynna tillögu tæknideildar að útfærslu bílastæða við Lækjargötu 6c í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdir bárust frá tveimur aðliggjandi lóðarhöfum.
Í ljósi athugasemda sem bárust sér nefndin sér ekki fært að verða við umsókn íbúa um afnot af lóðinni undir bílastæði. Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c er því hafnað.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Lagt fram eftirfarandi erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólm Þórðarsonar:
1. Ósk um leyfi til að lagfæra slóða við gamla Múlaveginn vegna breiddar á snjótroðararnum.
2. Fá afnot af plani þar sem steypustöðin stóð. Þar yrði staðsettur aðstöðugámur og aðstaða til að leggja bílum.
3. Fá að setja upp upplýsingaskilti 1,5m x 3,0m sem yrði staðsett við gatnamót Múlavegar og Námuvegar.
Nefndin samþykkir erindið með því skilyrði að aðstöðugámur sé fjarlægður á þeim árstíma sem starfsemin er ekki í gangi. Staðsetning á upplýsingaskilti skal ákveðin í samráði við tæknideild.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Ísfells ehf., vill kanna afstöðu nefndarinnar til breytinga á eftir hæðum Pálsbergsgötu 1 í íbúðir.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og er tilbúin að hafa það í huga við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028, sú vinna hefst í byrjun árs 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Ingi Vignir Gunnlaugsson sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs við Hrannarbyggð 12, Ólafsfirði. Einnig sækir hann um leyfi til að klæða norðurhlið hússins.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Lögð fram lóðamarkayfirlýsing vegna Hvanneyrarbrautar 27, Siglufirði. Með samþykki núverandi lóðarhafa er óskað eftir að stærð lóðarinnar verði minnkuð í samræmi við lóðarblað dagsett 18.11.2014.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Á 362.fundi bæjarráðs þann 30.október sl. var bókað að gjaldskrár og þjónustugjöld, 1. janúar 2015, taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2014. Lagðar eru fram uppfærðar gjaldskrár fyrir kattahald, hundahald, stofngjald fráveitu og fráveitugjald, vatnsveitu, þjónustumiðstöð og byggingarfulltrúa þar sem miðað er við vísitölu í janúar 2014 og munu gjaldskrár og þjónustugjöld uppfærast samkvæmt því.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Á 174.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 28.10.2014 þar sem óskað er eftir leyfi til að ráðast í sjóvörn á Siglunesi.
Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.
Nefndin ítrekar bókun sem gerð var á 133.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 22.mars 2012. Þar var lögð áhersla á að framkvæmdaleyfið verði fyrst veitt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
1. Að starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands liggi fyrir.
2. Að gengið verði úr skugga um að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemdir við grjótnámið þó ekki hafi verið gert ráð fyrir námusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
3. Að framkvæmdaaðili geri nánar grein fyrir þeim tækjum sem hann hyggst nota til verksins til að tryggja að sem minnstar líkur verði á raski og tímaáætlun framkvæmda.
4. Að fyrir liggi tillaga frá Siglingastofnun um skiptingu kostnaðar, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn, samkvæmt 7. gr. laga um sjóvarnir, nr. 28 frá 1997.
5. Að efnisnám og flutningur efnis fari eingöngu fram á meðan nægilegt frost er í jörðu.
6. Að ráðist verði í lagfæringu á grjótnámssvæði í samræmi við skilyrði Skipulagsstofnunar og eins verði annað rask á svæðinu lagfært um leið og framkvæmdum líkur.
7. Að framkvæmdum verði hætt, komi í ljós að ekki verði mögulegt að flytja efni um veginn án þess að valda verulegu raski eða styrkja veginn verulega.
8. Að þekkt refagreni á framkvæmdasvæðinu verði merkt í samráði við Umhverfisstofnun og þess gætt að raska þeim ekki né nánasta umhverfi þeirra.
9. Að ráðist verði í þær mótvægisaðgerðir sem Fornleifastofnun hefur lagt til, í samráði við stofnunina, til að tryggja að ekkert rask verði utan slóðans þar sem hann liggur um bæjarhólinn, efnisflutningar fari eingöngu fram um slóðann á meðan frost er í jörðu. Verktökum verði sérstaklega gerð grein fyrir að verið sé að aka um bæjarhól og allur akstur utan slóðans sé bannaður. Fornleifar verði merktar vel og verktökum gerð nákvæm grein fyrir staðsetningu þeirra.
10. Að fyrir liggi samkomulag um eftirlit með framkvæmdinni, greiðslu kostnaðar vegna þess og mögulegs tjóns vegna framkvæmdanna.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Helga Helgadóttir óskaði að fram kæmi að bæjarfélagið gerir ekki ráð fyrir kostnaði á árinu 2015 vegna þessa máls.
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Bakkavegar nr. 8019-01 af vegaskrá. Ekki er lengur föst búseta á Bakka og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Tilkynning um aðilaskipti á jörðinni Hreppsendaá í Ólafsfirði lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir október 2014.
Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 18,5 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 17,1 millj. kr.
Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 18,9 millj. kr. sem er 91% af áætlun tímabilsins sem var 20,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 82,2 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 86 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umhverfismál er 50,4 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 52,5 millj. kr.
Niðurstaða fyrir eignasjóð er -84,8 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var -95,5 millj. kr.
Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 17,5 millj. kr. sem er 83% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.
Niðurstaða fyrir veitustofnun er -7 millj. kr. sem er 57% af áætlun tímabilsins sem var -12,1 millj. kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.