Framlög vegna nýbúafræðslu 2015

Málsnúmer 1409012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 07.01.2015

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ákvað á fundi sínum 24. október að úthluta framlagi til Fjallabygðar vegna nýbúafræðslu á fjárhagsáætlun 2015 á grundvelli upplýsinga frá kennsluráðgjafa og vekefnastjóra í nýbúafræðslu. Umsókn Fjallabyggðar var tekin til afgreiðslu á grundvelli 5.gr. reglugerðar um jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002.
Sótt var um framlag fyrir 15 nýbúa í grunnskóla Fjallabyggðar og er heildaráætlun um úthlutun framlags á árinu 2015 1.950.000.- eða 162.500.- á mánuði.
Kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í nýbúafræðslu er tilbúinn til að koma og ræða við skólastjórnendur og bæjarráð í febrúar n.k. er varða nýbúafræðslu en verkefnastjórinn fór yfir málin með kennurum og skólastjórnendum Fjallabyggðar á síðasta skólaári.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að kanna grundvöll fyrir íslenskukennslu fyrir fullorðna nýbúa og leggi niðurstöðu fyrir bæjarráð í janúar 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar Hirti Hjartarsyni.

Deildarstjóri fjölskyldudeildar hefur haft samband við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) varðandi íslenskukennslu fyrir fullorðna nýbúa í Fjallabyggð.

Deildarstjóri mun funda með forsvarsmönnum Símeyjar um íslenskunámskeið og fyrirkomulag nýbúafræðslu sem taki sérstaklega mið af þörfum nýbúa í Fjallabyggð.

Bæjarráð óskar að niðurstaða liggi fyrir á næsta fundi.