Viðaukar við fjárhagsáætlanir

Málsnúmer 1406060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 01.07.2014

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 18. júní 2014.
Ný sveitarstjórnarlög nr, 138/2011 voru þar til umræðu og er vísað sérstaklega í ákvæði 64.gr. um fjárhagsleg viðmið.

Einnig er farið yfir 62. gr. og 63. gr., en þar er vikið að fjárhagsáætlunum og mikilvægi þess að um bindandi ákvörðun sé að ræða. Óheimilt er að víkja frá áætlun nema búið sé að samþykkja með formlegum hætti viðauka við áætlun ársins. Með bréfinu er að finna leiðbeinandi framsetningu um yfirlit viðauka fyrir rekstur og fjárfestingu.

Lagt fram til kynningar.