Formsatriði nefnda

Málsnúmer 1406043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 02.07.2014

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.

Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum kl. 17:00. Fundarritari sé að jafnaði tæknifulltrúi Fjallabyggðar.

 

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22.07.2014





Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd.
Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á þriðjudögum dögum kl. 14:30.
Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri fjölskyldudeildar. 


Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu. 


Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 24.07.2014

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir fræðslu- og frístundanefnd.
Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum dögum kl. 17:00.
Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri fjölskyldudeildar.
Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 07.08.2014

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fundir verði að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17:00.
Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi fyrir sitt leyti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21.08.2014

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

Hafnarstjórn samþykkti drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Uppfæra þarf hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir til samræmis við erindisbréf.

Hafnarstjórn samþykkti að halda að jafnaði fund einu sinni í mánuði á fimmtudögum kl. 17.00.

Fundarritari sé að jafnaði hafnarstjóri/bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 16.10.2014

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15.12.2014

Hafnarstjóri leggur fram hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir og erindisbréf hafnarstjórnar fram til kynningar.
Nokkur umræða var um seturétt á fundum hafnarstjórnar og er það niðurstaða nefndarinnar að hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar er falið að ákveða hverjir mæta á fund hverju sinni.