Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014

Málsnúmer 1406016F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
    Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum kl. 17:00. Fundarritari sé að jafnaði tæknifulltrúi Fjallabyggðar.
     
    Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.
     
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014



    Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði rann út þann 30. júní síðastliðinn. Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekaði á 167. fundi sínum að varanleg lausn á málinu yrði lögð fram fyrir 30. júní.


     

    Í ljósi þess hefur Andri Páll Hilmarsson, fyrir hönd Rarik ohf sent inn erindi, dagsett 11. júní þar sem kemur fram að verið sé að hanna spennistöð sem sé felld inni í landið og stefnt sé að hefja framkvæmdir í haust. Vegna þessa óskar hann eftir framlengingu á stöðuleyfi bráðabirgðaspennistöðvarinnar.


     

    Nefndin samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2014 og óskar eftir því að byggingu varanlegrar spennistöðvar verði lokið fyrir þann tíma að undanskildum lóðarfrágangi sem ljúka skal vorið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014



    Lögð fram ályktun aðalfundar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar frá 20. maí síðastliðnum. Fundarmenn skora á bæjaryfirvöld að ljúka uppsetningu stoppistöðvar við Aðalgötu í Ólafsfirði fyrir næsta skólaár.

     

    Bæjarráð tók málið fyrir á 344. fundi sínum þar sem samþykkt var að fela deildarstjóra tæknideildar að ljúka umræddri framkvæmd á tilsettum tíma.

     

    Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarráð að lokið verði við gerð biðstöðva við Snorragötu/Norðurtún á Siglufirði og Aðalgötu í Ólafsfirði samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Borist hefur beiðni til tæknideildar um að sett verði upp ljósaskilti við innkeyrslurnar í bæjarkjarnana sem gefi til kynna hvort keyrt sé undir eða yfir löglegum hámarkshraða. Sér í lagi sé þetta nauðsynlegt á Hvanneyrarbraut á Siglufirði þar sem gatan sé þröng á kafla og mikið af börnum.
     
    Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn erindi til Vegagerðarinnar um beiðni um uppsetningu á umræddum ljósaskiltum við innkeyrslurnar í bæjarkjarnana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014


    Jakob Örn Kárason, fyrir hönd óstofnaðs félags sækir um byggingarleyfi fyrir Aðalgötu 26 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Breytingarnar fela í sér breytt innra skipulag Aðalgötu 26 og beina tengingu við jarðhæð Aðalgötu 28 á tveimur stöðum. Útliti Aðalgötu 26 verður breytt á þann veg að skyggni verður stækkað. Að auki er sótt um leyfi til að koma fyrir sölulúgu á austurhlið hússins með aðkeyrslu fyrir fólksbíla.

     

    Nefndin samþykkir fyrirhugaðar breytingar, þó ekki leyfi fyrir sölulúgu að svo stöddu og felur deildarstjóra tæknideildar að skoða útfærslu á aðkomu að sölulúgu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014

    Jón W. Magnússon óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á Brekkugötu 17, Ólafsfirði sem felast í stækkun á anddyri hússins og klæðningu þess með flísum.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Gunnlaugur I. Haraldsson og Ásgerður Einarsdóttir, eigendur Gunnólfsgötu 2 í Ólafsfirði sækja um leyfi til að klæða húsið með 10 mm þykkum sementspressuðum Viroc plötum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Fannar Gíslason fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um leyfi fyrir endurbyggingu á sjóvarnargarði við Norðurgarð í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir leyfi til efnistöku 2.600 rúmmetra úr grjótnámu í landi Garðs.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Brynjar Harðarson, eigandi að Lækjargötu 7 Siglufirði sækir um afnot af lóðinni Túngötu 8 en fyrirhugað er að nota lóðina undir bílastæði og garðrækt. Rekur hann í erindi sínu að bílastæði fyrir íbúa séu af skornum skammti í Lækjargötu vegna þess að í dag séu starfandi í götunni rafvirkjaverkstæði, prentþjónusta, bar og gistiheimili.
     
    Nefndin samþykkir að lóðarhöfum Lækjargötu 7 og Túngötu 10a verði veittur sameiginlegur afnotaréttur af lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Á 167. fundi nefndarinnar var samþykkt úthlutun á lóðinni Lækjargata 6c til Jóns Hrólfs Baldurssonar en hann hyggst nota lóðina undir bílastæði.
     
    Nefndin samþykkir að afturkalla úthlutun á lóðinni í samráði við umsækjanda en samþykkir jafnframt að gerður verði afnotasamningur fyrir hluta af lóðinni og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá afnotasamningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Kristján Hauksson sækir um lóðina Skógarstígur 8 á Saurbæjarási, Siglufirði undir frístundahús.
     
    Einnig lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áðurnefnda lóð.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun og lóðarleigusamning með fyrirvara um greiðslu lóðarúthlutunargjalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Líney Rut Halldórsdóttir sækir um lóðina Sólarstígur 8 á Saurbæjarási, Siglufirði. Áður hafði hún fengið úthlutað lóðinni Sólarstíg 9 en þar sem lóð nr. 8 er laus vill hún afsala sér lóð nr. 9 og sækir um lóð nr. 8 í staðinn.
     
    Einnig lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áðurnefnda lóð.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun og lóðarleigusamning með fyrirvara um greiðslu lóðarúthlutunargjalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Jóhann Sigurjónsson vegna lóðarinnar Skútustígur 11 á Saurbæjarási, Siglufirði. Jóhann fékk lóðinni úthlutað þann 22. ágúst 2007 en ekki var gengið frá gerð lóðarleigusamnings.
     
    Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lagt fram til kynningar bréf frá Sigurði Áss Grétarssyni, framkvæmdarstjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar þar sem tilkynnt er að Vegagerðin mun leggja til við innanríkisráðuneytið að hefja þegar í stað gerð sjóvarnar fyrir framan skemmu á Siglunesi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni F. Sigurðssyni þar sem hann dregur umsókn sína um lóðina Skógarstíg 10 á Saurbæjarási til baka.
     
    Því er lóðin Skógarstígur 10 laus til umsóknar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014



    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir apríl 2014.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 6,9 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 7,3 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 6,3 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 7,4 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 30,3 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 33,1 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,4 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 1,6 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -51,5 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -40,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 8,5 millj. kr. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 7,8 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -3,5 millj. kr. sem er -633% af áætlun tímabilsins sem var 0,6 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.