Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014

Málsnúmer 1405009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 04.06.2014

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Steingrímur Jónsson fyrir hönd Rarik ohf sækir um framlengingu á stöðuleyfi á bráðabirgðaspennistöð sem stendur á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði til 30. júní 2015, meðan unnið sé með Fjallabyggð til að finna varanlega lausn á málinu sem allir aðilar geti verið sáttir við.
     
    Á 165. fundi nefndarinnar var framlengingu stöðuleyfis um eitt ár til viðbótar hafnað og ítrekað að varanleg lausn yrði lögð fram fyrir 30. júní 2014.
     
    Nefndin hefur ekki orðið þess vör að samstarfsvilji sé fyrir hendi hjá Rarik um leiðir til að finna varanlega lausn á málinu og ítrekar því aftur að varanleg lausn verði lögð fram fyrir 30. júní næstkomandi.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Þorbjörn Sigurðsson.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lögð fram gjaldskrá fyrir frístundalóðir í landi Fjallabyggðar.
     
    Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.</DIV><DIV>Bæjarstjóri bar upp tillögu um breytingu á 2. grein, þannig að úthlutunargjald lóðar væri óafturkræft.<BR>Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV><DIV>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar svo breytt, staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Á 337. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lagði bæjarráð til að sett yrði saman greinargerð um fyrirhugaða alhliða þjónustumiðstöð á tanganum.
     
    Lögð er fram tillaga að breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi Vesturtanga. Búið er að sameina lóðirnar Vesturtanga 18 og 20 í eina lóð, Vesturtanga 18 sem verður 4083 m2 að stærð eftir breytingu. Innan byggingarreits A er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð ásamt afgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
    Nefndin telur að breytingin í heild sinni sé óveruleg og að það skuli fara fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
     
    Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna nálægum lóðarhöfum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Álfhildur Stefánsdóttir eigandi að Skútustíg 7 á Saurbæjarási óskar eftir lagfæringu á malarveginum sem liggur að frístundabyggðinni á Saurbæjarás.
     
    Nefndin felur tæknideild að fara í lagfæringu á yfirborði vegarins.
    Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lagður fram tölvupóstur frá Hrafnhildi Eyjólfsdóttur, Alexander Eyjólfssyni og Elsu Walderhaug þar sem þau lýsa óánægju sinni með lóðarleigusamning sem var samþykktur á 144. fundi nefndarinnar í kjölfar bókunar 268. fundar bæjarráðs.
    Nefndin ítrekar bókun bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem fram kemur eftirfarandi: "Bæjarráð telur rétt að gerður sé nýr lóðarleigusamningur varðandi Kirkjuveg 16 Ólafsfirði. Gera þarf nýjan lóðarleigusamning varðandi baklóð er snýr að Strandgötu, við eigendur Kirkjuvegar 16, enda sé um það samkomulag við alla eigendur".
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Kristján E. Hjartarson fyrir hönd eigenda Kirkjuvegar 16 í Ólafsfirði sækir um byggingarleyfi til þess að endurbyggja forstofuinngang sem staðsettur er á suðurhlið hússins. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja inngangsskúr úr timbri við austurstafn hússins. Að auki stendur til að lagfæra ytra byrði hússins með því að múra húsið að utan eða bárujárnsklæða það.
     
    Nefndin samþykkir fyrirhugaðar breytingar og leggur til að húsið verði múrað þar sem það fellur betur að götumyndinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Sigurbjörn R. Antonsson óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugðum breytingum á Laugarvegi 34 Siglufirði. Stendur til að byggja forstofu á einni hæð á norðurhlið hússins.
    Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir fullnægjandi teikningum sem og skráningartöflu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Stefán Ö. Stefánsson fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands ses sækir um breytingar á áður samþykktum uppdráttum fyrir Snorragötu 14 Siglufirði. Breytingarnar felast í því að lyfta verður sett upp og fyrirkomulag í geymslum breytist sem og staðsetning glugga og útihurða.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Steingrímur J. Garðarsson fyrir hönd AFL-Sparisjóðs sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Ránargötu 16 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Sótt er um leyfi til að bæta við þremur innveggjum og iðnaðarhurðum á austurhlið hússins.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Jón Hrólfur Baldursson sækir um lóðina Lækjargata 6c Siglufirði til þess að nýta hana undir bílastæði. Er umsóknin lögð fram með fyrirvara um bílfært aðgengi að lóðinni frá Grundargötu.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að sækja þarf um leyfi nefndarinnar fyrir framkvæmdum á lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Álfhildur Stefánsdóttir eigandi að Skútustíg 7 á Saurbæjarási sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám sem hún hyggst staðsetja austarlega á lóð sinni og nýta sem hænsnakofa.
     
    Samkvæmt deiliskipulagi Saurbæjaráss er ekki gert ráð fyrir gámum á svæðinu og því hafnar nefndin erindinu. Nefndin bendir hins vegar á að ekki þarf að sækja um leyfi fyrir smáhýsi allt að 10 fermetrar að stærð.
    Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Jón Hrólfur Baldursson fyrir hönd Siglufjörður Adventure / Hálendi Íslands ehf sækir um leyfi nefndarinnar til þess að fara með ferðamenn í lítilli rútu upp í Hvanneyrarskál um veginn sem liggur ofan bæjarins. Vegna yfirstandandi framkvæmda í Hafnarfjalli við gerð stoðvirkja yrði haft samráð við framkvæmdaraðilann og ekki farið í þessar ferðir nema með samþykki hans.
     
    Nefndin samþykkir leyfi til þess að fara um veginn ofan bæjarins upp í Hvanneyrarskál og leggur áherslu á að ekki verði farið í þessar ferðar nema í fullu samráði við framkvæmdaraðilann sem vinnur að stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Valur Þ. Hilmarsson og Hrafnhildur Ý. D. Vilbertsdóttir eigendur að Kirkjuvegi 12 Ólafsfirði sækja um leyfi til þess að girða á lóðarmörkum í samræmi við aðrar lóðir í götunni.
     
    Nefndin samþykkir leyfi fyrir girðingu á suður- og austurhlið en bendir á að samþykki aðliggjandi lóðarhafa þarf ef girða á við norður- og/eða vesturhlið hússins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Valgerður Jónsdóttir fyrir hönd Norðurlandsskóga óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess, hvort fyrirhuguð skógrækt á Kvíabekk í Ólafsfirði sé framkvæmdaleyfisskyld skv. 1. mgr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Norðurlandsskógar telja fyrirhugaðar skógræktarframkvæmdir samræmast í öllu ákvæðum aðalskipulags Fjallabyggðar.
     
    Nefndin telur að fyrirhuguð skógrækt sé ekki framkvæmdaleyfisskyld.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir mars 2014.
    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 5,4 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 5,7 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 4,6 millj. kr. sem er 82% af áætlun tímabilsins sem var 5,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 21,6 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 24,3 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,3 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 1,4 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -35,3 millj. kr. sem er 114% af áætlun tímabilsins sem var -31,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 6,9 millj. kr. sem er 122% af áætlun tímabilsins sem var 5,7 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -3,7 millj. kr. sem er 370% af áætlun tímabilsins sem var -1,0 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir febrúar 2014.
    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 3,6 millj. kr. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 3,3 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 3,4 millj. kr. sem er 82% af áætlun tímabilsins sem var 4,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 12,7 millj. kr. sem er 87% af áætlun tímabilsins sem var 14,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,0 millj. kr. sem er 86% af áætlun tímabilsins sem var 1,2 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -30,3 millj. kr. sem er 147% af áætlun tímabilsins sem var -20,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 6,2 millj. kr. sem er 161% af áætlun tímabilsins sem var 3,9 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -4,8 millj. kr. sem er 87% af áætlun tímabilsins sem var -5,5 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.