Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna Tjarnargötu 8,Siglufirði

Málsnúmer 1401084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28.01.2014

Stjórn Herhúsfélagsins fer þess á leit við bæjarráð að fasteignagjöld af Gránufélagshúsinu, Tjarnargötu 8 verði felld niður á meðan endurbygging hússins stendur yfir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði styrkur til að mæta álögðum gjöldum á árinu 2014, að upphæð kr. 164.705.-,  enda fari fyrirhugaðar endurbætur af stað á árinu.

 

Samþykkt samhljóða.