Brunaútgangur úr grunnskóla Fjallabyggðar, Ólafsfirði

Málsnúmer 1312004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 09.01.2014

Lagt fram erindi frá Guðbirni Arngrímssyni þar sem hann fjallar um fyrirhugaða staðsetningu brunaútganga í grunnskóla Fjallabyggðar, Ólafsfirði og samskipti sín við Guðmund Gunnarsson hjá Mannvirkjastofnun. Einnig lagt fram minnisblað Dr. Skúla Þórðarsonar um mat á snjósöfnun við suðurgafl grunnskólabyggingarinnar og umræðu um snjóvarnir við neyðarútganga. Að auki lagt fram minnisblað frá Ævari Harðarsyni og deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar.

 

Nefndin tekur undir orð Guðmundar Gunnarssonar þar sem hann segir: "Það er grundavallaratriði í sambandi við þessa flóttaleið að hún sé fær allt árið". Það verður gert með því að setja snjógildrur á þakbrún ofan útgangs, hita í stétt við útgang og uppsetningu á vindskermum ef þörf þykir samkvæmt minnisblaði Dr. Skúla Þórðarsonar.
Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við gerð brunaútganganna sem fyrst.