Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 4. nóvember 2013
Málsnúmer 1311002F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Farið yfir fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og ábendingar sem fram hafa komið milli funda.
Nefndin gerir athugasemdir við launaliði í bókasafni og upplýsingamiðstöð og óskar eftir því að sá liður sé skoðaður sérstaklega fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gerð var tillaga um leiðréttingu á fjárhagslið Tjarnarborgar.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa svo breyttri tillögu til bæjarráðs.
Tillaga að gjaldskrá fyrir Tjarnarborg lögð fram.
Tillaga að gjaldskrá fyrir tjaldsvæði í Fjallbyggð lögð fram.
Nefndin samþykkti að auglýsa eftir tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.
Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Farið yfir ábendingar rekstraraðila tjaldsvæðanna í Fjallabyggð.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fjármagn verði lagt í endurbætur á tjaldsvæðum í Fjallabyggð við gerð framkvæmdaáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar um aðkomu þess að menningarviðburðum í kringum jól og áramót.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við þau félög sem hafa átt aðkomu að menningarviðburðum um jól og áramót á forsendum samþykktrar fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Skýrsla nefndar Síldarævintýris 2013 lögð fram til kynningar.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar Síldarævintýrisnefnd fyrir greinargóða skýrslu og mjög svo óeigingjarnt starf að hátíðarhaldinu og skipulagi þess.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Íbúatala Fjallabyggðar var 2008 4. nóv. s.l. og hefur íbúum fækkað um 5 síðan 1. des. 2012.
Atvinnulausir í Fjallabyggð í september voru 28, 16 karlar og 12 konur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 9 mánuði ársins.
Fjárhagsstaða menningarmála er undir tímabilsáætlun og svo er einnig um atvinnumál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.