Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
Málsnúmer 1310013F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
Þann 30. september s.l. kl. 14.00 voru opnuð tilboð vegna stækkunar á grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 Siglufirði.
Tvö tilboð bárust en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.130.000.-.
Bás ehf. bauð 4.482.000.- og Árni Helgason ehf. bauð 3.302.900.-.
Bæjarstjóri lagði fram bréf frá starfsmanni Úrskurðarnefndar umhverfis og skipulagsmála dags. 30. október 2013. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið Saga ráðgjöf ehf. hefur lagt fram kæru vegna framkvæmda við stækkun skólans.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
Farið var yfir samantekt á yfirferð forstöðumanna og deildarstjóra á úthlutuðum ramma.
Bæjarráð fór yfir undirgögn og skýringar og eftir umræðu var ákveðið að vísa málinu til síðari umræðu í fagnefndum.
Bæjarráð beinir því til nefnda að þær haldi sig sem við tillögur að samþykktum ramma eins og kostur er.
Næsti fundur í bæjarráði vegna fjárhagsáætlunar verður á sama tíma í næstu viku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
Lagt fram bréf frá fv. formanni Rauðakrossdeildar Ólafsfjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum deildarinnar verði sú ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar að veruleika, að leggja niður rekstur sjúkrabifreiðar sem staðsett er í Ólafsfirði.
Einnig hefur slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar lýst yfir sömu áhyggjum og bendir á fyrirkomulag brunavarna Fjallabyggðar máli sínu til stuðnings.
Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að leggja niður rekstur sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð krefst skýringa frá heilbrigðisráðherra á þessari ákvörðun.
Bæjarráð krefst einnig rökstuðnings Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á þeirri ákvörðun að staðsetja eina sjúkrabílinn í Fjallabyggð á Siglufirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa heilbrigðisráðherra og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og krefjast svara við ofangreindu.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson<BR>Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 1. nóvember 2013
Bókun fundar
<DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson<BR>Afgreiðsla 319. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>