Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013

Málsnúmer 1310005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 13.11.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
    Lögð fram gögn er varðar fund í Grindavík frá 20. september 2013. Fundarmenn eru hvattir til að kynna sér stöðu hafna og samanburð við hafnir Fjallabyggðar.
    Næsta þing Hafnasambandsins verður haldið í Fjallabyggð og á Dalvík.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
    Lagt fram bréf frá 28.08.2013, frá þremur fiskvinnslum í Ólafsfirði. Um er að ræða ábendingar um lélegt ástand á götum og kvartanir um lélegan snjómokstur og hálkuvarnir.
    Hafnarstjórn mun skoða og ræða úrbætur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Mikil umræða var um snjómokstur í hafnarstjórn og komu fram ábendingar sem vert er að skoða.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013


    Daði Steinn Björgvinsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á Óskarsbryggju. Hafnarstjórn staðfestir ákvörðun yfirhafnarvarðar er varðar  stöðuleyfi til eins árs. Lögð er þung áhersla á að umhverfi gámsins sé til fyrirmyndar.


    Hafnarstjórn tók til umræðu umhverfi Óskarsbryggu.

    Yfirhafnarvörður kom með ábendingar um óviðunandi ástand á svæði umhverfis Óskarsbryggju. Sérstaklega er bent á svæði norðan við öldubrjót á Óskarsbryggju.
    Óskað er eftir því að timbur á svæðinu verði kurlað, svæðið hreinsað og því lokað fyrir slík afnot.

    Ástand á svæðinu er bæjarfélaginu ekki til sóma. Lögð er áhersla á að svæðið verði hreinsað sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
    Hafnarstjórn ræddi hugmyndir um viðhaldsverkefni og framkæmdir á næsta fjárhagsári.
    Neðanritað var fært til bókar eftir miklar umræður.

    Viðhaldsverkefni:
    Aðkoma að hafnarsvæðum Ólafsfjarðar
    Innri höfnin, aðkoma og umhverfi
    Aðkoma að Óskarsbryggu
    Viðhald á dekkjum
    Endurnýja þarf einn löndunarkrana á Siglufirði

    Framkvæmdir
    Hafnarstjórn leggur nú sem áður áherslu á endurbyggingu Hafnarbryggju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
    Lagt fram bréf frá Mast, matvælastofnu dags. 14. október 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar - ágúst 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25. október 2013
    Lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar hafnarstjórnar staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.