Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á Óskarsbryggju

Málsnúmer 1308021

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 50. fundur - 25.10.2013



Daði Steinn Björgvinsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á Óskarsbryggju. Hafnarstjórn staðfestir ákvörðun yfirhafnarvarðar er varðar  stöðuleyfi til eins árs. Lögð er þung áhersla á að umhverfi gámsins sé til fyrirmyndar.



Hafnarstjórn tók til umræðu umhverfi Óskarsbryggu.


Yfirhafnarvörður kom með ábendingar um óviðunandi ástand á svæði umhverfis Óskarsbryggju. Sérstaklega er bent á svæði norðan við öldubrjót á Óskarsbryggju.
Óskað er eftir því að timbur á svæðinu verði kurlað, svæðið hreinsað og því lokað fyrir slík afnot.


Ástand á svæðinu er bæjarfélaginu ekki til sóma. Lögð er áhersla á að svæðið verði hreinsað sem fyrst.