Umsókn um lagningu reiðvegar um Kvíabekkjardal

Málsnúmer 1305014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 30.05.2013

Ásgrímur Pálmason fyrir hönd hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir leyfi nefndarinnar til að laga fornu reiðleiðina yfir í Fljót sem liggur um Kvíabekkjardal, Skarðsdal og Ólafsfjarðarskarð. Landeigandi á svæðinu hefur gefið sitt leyfi fyrir framkvæmdinni sem unnin yrði í sumar.

 

Ásgrímur Pálmason vék af fundi undir þessum lið.

 

Nefndin samþykkir lagningu reiðleiðar upp í 200 m h.y.s. en svæðið þar fyrir ofan er á náttúruminjaskrá sem "aðrar náttúruminjar" og þarf að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar fyrir lagningu reiðvegar þar.