Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Málsnúmer 1305010F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Í erindi Leikfélaganna í Ólafsfirði og á Siglufirði frá 21. maí 2013, er sótt um styrk vegna sýningar leikfélaganna í Þjóðleikhúsinu 16. júní n.k. á leikritinu "Stöngin inn" sem valið var "Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins 2012/2013".
Bæjarráð óskar leikfélögunum til hamingju með frábæra sýningu og viðukenningu og samþykkir styrk að upphæð 75 þús. sem færist af fjárhagslið yfirstjórnar 21-81-9291
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra er falið að lagfæra áætlun 2013 - 2016 í samræmi við viðauka og framkomnar ábendingar bæjarráðs og leggja tillögu fyrir næsta fund í bæjarráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á skipuðum fulltrúum sínum í sáttanefnd sveitarfélagsins og Rauðku.
Nýir fulltrúar eru Unnar Már Pétursson, viðskiptafræðingur og Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður bæjarfélagsins og koma þeir í stað Ólafs H. Marteinssonar og Ingvars Erlingssonar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
89. fundur bæjarstjórnar samþykkti að fela bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.
Samkvæmt upplýsingum Framkvæmdasýslunnar hefur lægst bjóðandi fengið viðeigandi skýringar.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs nr. 15418 í framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Hafnarhyrnu í Siglufirði.
Lagt var til að tilboði ÍAV hf yrði tekið en það var að upphæð kr. 447 milljónir 900 þúsund og 335 krónur og er 99,26% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun var kr. 451.226.500 100%
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsögn til Sýslumannsins á Siglufirði um tækifærisleyfi fyrir Sjómannafélag Ólafsfjarðar vegna sjómannahátíðar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði 2. júní 2013.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Siglunes Guesthouse ehf. kt. 500299-2239 um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar með sama heiti að Lækjargötu 10 Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Bolla og bedda ehf kt 631293-2989 um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs kaffihúss að Strandgötu 2 Ólafsfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu, enda komi ekki athugasemdir frá skipulags- og umhverfisnefnd varðandi útiveitingasvæði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Bolla og bedda ehf. kt. 631293-2989 um útgáfu nýs rekstrarleyfis vegna gististaðar án veitinga í Tröllakoti í Ólafsfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. maí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Guðnýjar Róbertsdóttur kt. 260155-2379 um útgáfu nýs rekstrarleyfis vegna gististaðar án veitinga í Íslenska sæluhúsinu að Aðalgötu 22, Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Úthlutun frá Vinnumálastofnun dags. 30.04.2013. Um er að ræða 10 störf.
Verkefnið er í vinnslu hjá vinnuhóp bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Lagt fram til kynningar erindi Varasjóðs húsnæðismála frá 16. maí 2013 um úthlutun á framlagi vegna sölu á fasteigninni Ólafsvegi 30 íbúð 201 að upphæð kr. 2.599.876.-
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28. maí 2013
Lögð fram til kynningar fundargerð frá 14. maí 2013.
Bókun fundar
Afgreiðsla 297. fundar bæjarráðs staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.