Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013

Málsnúmer 1305006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.06.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Yfir hafnarvörður fór yfir helstu viðhaldsverkefni á árinu 2013.
     
    Verkefnum er hér raðað upp í samræmi við fundargerð síðasta fundar.
    Unnið verður fyrir um 6.0 m.kr. Fyrir um fjórar á Siglufirði og tvær á Ólafsfirði.
    1. Skipta þarf út dekkjum Siglufirði - áætlaður kostnaður 600 þúsund.
    2. Kostnaðarmat á viðgerðum þils á Siglufirði - verkið ekki tekið til framkvæmda á árinu 2013. 
    3. Lagfæringar á hafnarskrifstofu Siglufirði - áætlaður kostnaður er 300 þúsund.
    4. Umhverfi hafnarinnar á Siglufirði, malbikun um 100 m2. Áætlaður kostnaður 750 þúsund.
    5. Lagfæringar á hafnarvog Siglufirði - áætlaður kostnaður er 800 þúsund.
    6. Umhverfi hafnarinnar í Ólafsfirði, malbikun - yfirlögn 3 m.kr.  
        Steypa þarf undir vigt með hita, áætlaður kostnaður 400 þúsund.
    7. Lagfæringar á ljósabúnaði hafnarinnar á Siglufirði. Talið er að vandræðin stafi af spennufalli. Rarik hefur tekið málið til skoðunar. 
     
    Hafnarstjórn samþykkir viðhaldsverkefni ársins í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Yfirhafnarvörður fór yfir helstu framkvæmdir á árinu 2013.
     
    Verkefnum er hér raðað upp í samræmi við fundargerð síðasta fundar.
    Unnið verður fyrir 12.5 m.kr.
    1. Búa þarf nýja uppsátursbraut og er áætlaður kostnaður er um 1.5 m.kr. Vandinn er að finna góða staðsetningu.
    Hafnarstjórn ákvað að fresta ákvörðun um framkvæmdir við uppsátursbraut.
    2. Lokafrágangur og framkvæmdir við flotbryggju Siglufirði og er áætlaður um 500 þúsund.
    3. Eftirlitskerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir. Myndavélabúnaður - upplýsingar liggja ekki fyrir.  Hafnarstjórn telur rétt að kanna kostnað við að setja upp slíkt kerfi á Óskarsbryggju.
    4. Lenging á flotbryggju Siglufirði um 20 m en áætlaður kostnaður er um 8 - 10 m.kr.
    5. Uppgjör á fingrum á eftir að fara fram og er það mál til skoðunar.
     
    Hafnarstjórn samþykkir framkomnar óskir um framkvæmdir á árinu 2013 í samræmi við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson og Guðmundur Gauti Sveinsson.<BR>Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Yfir hafnarvörður lagði fram tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir skemmtiferðarskip og farþega.
    Hafnarstjórn taldi eðlilegt að miða gildistöku hennar við næstu áramót. Gjaldskráin verður lögð fram í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Lögð fram skýrsla og myndir af tjóni sem varð á Norðurgarðinum í Ólafsfirði.
    Þegar óveðrið gekk yfir þá var ölduhæð á Grímseyjarsundi á milli 11 - 13 m sem er með því mesta sem öldumælirinn þar hefur gefið.
    Áætlaður kostnaður er um 14 m.kr.  en garðurinn gaf sig á um 70 m kafla.
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að vísa þessu viðhaldsverkefni til umfjöllunar við gerð áætlunar fyrir árið 2014 en sækja jafnframt um styrk til framkvæmdarinnar hjá hafnabótasjóði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Lagt fram til kynningar bréf til Reynis Karlssonar frá lögmanni bæjarfélagsins dags. 3.apríl 2013.
    Hafnarstjórn telur málið í réttum farvegi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Lagt fram bréf bæjarstjóra til Siglingastofnunar er varðar óskir hafnarstjórnar um aðkomu Siglingastofnunar að endurbyggingu Hafnarbryggju. Ekkert svar hefur borist. Bréfið bæjarstjóra verður tekið fyrir í Hafnarráði næsta föstudag.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Lögð fram tilskipun um meðferð á spilliefnum  og er hér lögð áhersla á brennistein í skipaoliu. Tilskipunin kemur frá Umhverfisstofnun. Í greinargerð eru kynntar hertar kröfur um brennisteinsinnihald í skipaolíu. Lögð er áhersla á tilkynningarskildu hafna er slík mál varðar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. maí 2013
    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands og eru þær nr. 353, 354, 356 og nr. 357.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar hafnarstjórnar staðfest á 90. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.