Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Málsnúmer 1301001F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir hækkun á fjárheimild vegna mikils snjómokstur á árinu 2012. Um er að ræða hækkun um 7 m.kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðin fjárheimild verði samþykkt og viðauki við fjárhagsáætlun verði afgreiddur á næsta fundi bæjarstjórnar eins og lög gera ráð fyrir.
Á móti sé áætlun fyrir skatttekjur hækkuð sem því nemur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að SkSiglo ehf verði rétthafi lénsins siglo.is.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Tekið til afgreiðslu erindi sem var frestað á 281. fundi bæjarráðs.
Þar óskar Björgunarsveitin Strákar eftir styrk til að fjármagna kaup á bíl fyrir sveitina.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkur að upphæð 1 m.kr. verði samþykktur, enda nái sveitin að fjármagna kaupin án lántöku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sækir um styrk og stuðning við árlegt eldvarnarátak.
Bæjarráð samþykkir 25 þúsund króna framlag.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Lagðar fram lagabreytingar.
1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp gilda til 20.06.2012.
2. Breyting á lögum um gatnagerðargjöld er frestað til 31.12.2015
3. Breyting á skipulagslögum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Bæjarráð samþykkir að Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar verði þannig skipuð:
1. S. Guðrún Hauksdóttir verður aðalmaður og Óskar Sigurbjörnsson varamaður.
2. Magnús G. Ólafsson verður aðalmaður og varamaður hans Guðbjörn Arngrímsson.
3. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir verður aðalmaður og Hafþór Kolbeinsson varamaður.
4. Ingvar Erlingsson verður aðalmaður og Óskar Þórðarson varamaður.
5. Jónína Magnúsdóttir aðalmaður og Ríkey Sigurbjörnsdóttir varamaður.
6. Áheyrnarfulltrúi minnihluta er Jón Tryggvi Jökulsson og Jakob Kárason varamaður.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson er varðar grenndarkynningu fyrir byggingu Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.</DIV><DIV>Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar til 30. nóvember 2012.
Fram kemur að tekjur bæjarfélagsins eru meiri en áætlun gerði ráð fyrir og að rekstur málaflokka sé viðunandi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Bæjarstjóri hefur veitt Jónínu Magnúsdóttu leyfi frá störfum fram í febrúar og mun Ríkey Sigurbjörnsdóttir leysa af þann tíma.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Lögð fyrir bæjarráð drög að samningi við Nýherja um aðgang að ljósritun, prentun og skönnun á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir samning að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Fundargerð frá 18. desember 2012, lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 12. desember 2012, lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Fundargerð 236. fundar stjórnar Eyþings frá 21. nóvember 2012, lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Fundargerð 3. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 11. desember 2012, lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Agli Rögnvaldssyni.
"Allt fjárstreymi vegna framkvæmda á árinu 2013 fari í gengum Sparisjóð Siglufjarðar".
Meirihluti bæjarráðs hafnar framkominni tillögu með tveimur atkvæðum gegn einu og bókar eftirfarandi:
"Bæjarráð tók á sínum tíma þ.e. á 246. fundi 14. febrúar 2012 ákvörðun um að hafa innistæður Fjallabyggðar í fleiri en einni peningastofnun til að tryggja eðlilega áhættustýringu fjármagns. Vegna breytinga á lögum um innistæðutryggingar, 2011, sjá lög nr. 98 frá 1999.
Bæjarráð vísar einnig í svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. janúar 2012, þar sem bent er á að ákvæði 65. greinar sveitarstjórnarlaga styður fyrri samþykkt bæjarráðs."
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Fundartími bæjarráðs verður haldinn á miðvikudögum kl. 16:00 á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði."
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Egils Rögnvaldssonar.
Egill Rögnvaldsson óskar að eftirfarandi sé bókað.
"Bæjarráðsfundir eiga að vera haldnir í ráðhúsi Fjallbyggðar sem staðsett er á Siglufirði."
Bókun fundar
Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.