Viðhald verndaráætlunar fyrir Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 1212053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18.12.2012

Lögð fram til tillaga um hvort viðhalda eigi verndaráætlun fyrir Ólafsfjarðarhöfn.

Tillaga:
"Sveitarfélagið Fjallabyggð sem rekur hafnir Fjallabyggðar hefur ákveðið að viðhalda ekki verndaráætlun vegna siglingaverndar fyrir Ólafsfjarðarhöfn sem hefur verið í gildi. Óskað er eftir því við Siglingastofnun að Ólafsfjarðarhöfn verði tekin út af lista Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) yfir vottaðar hafnir með tilliti til siglingaverndar."

 

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu, enda fái höfnin undanþágur eins og verið hefur, ef þörf krefur.