Ráðning forstöðumanns Bóka-og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1212022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur - 15.01.2013

Á 60. fundi menningarnefndar var eftirfarandi bókað:

"Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Fjórar umsóknir bárust.
Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir var sú eina sem uppfyllti þær menntunar- og hæfniskröfur sem auglýst var eftir og leggur menningarnefnd til við bæjarráð að hún verði ráðin til starfsins."


Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst frá einum umsækjanda og eftir umræður og yfirferð þá var eftirfarandi fært til bókar.

Bæjarráð samþykkir að ráða Sigríði Halldóru Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.