Tillögur um atvinnuátakið VINNA OG VIRKNI

Málsnúmer 1211048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20.11.2012

Meginmarkmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til ófærni.

Bæjarráð telur rétt að vísa málinu til félagsmálanefndar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19.12.2012

Kynnt sameiginleg tillaga samtaka aðila vinnumarkaðarins, ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um átaksverkefni til stuðnings langtímaatvinnulausum. Meginmarkmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að taka saman greinargerð um verkefnið eins og það snýr að Fjallabyggð og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 08.02.2013

Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað um þetta mál. Þar kemur m.a. fram að fjöldi þeirra einstaklinga sem falla undir skilgreiningu langtíma atvinnulausra er óverulegur og á þessu stigi er ekki þörf á sérstökum aðgerðum af hálfu sveitarfélagins, að svo stöddu.