Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44

Málsnúmer 1211002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 23.01.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Umhverfisfulltrúi og yfirhafnarvörður hafa unnið áætlun fyrir Fjallabyggðarhafnir og fóru þeir yfir áætlunina og samskipti sín við Umhverfisstofnun.
    Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomna áætlun og ekki síður að hún sé nú til staðar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Fyrir áramót voru lögð fram í hafnarstjórn drög að frumvarpi um breytingar á hafnalögum nr.61/2003. Hafnarstjóri átti fund með Siglingastofnun og ráðuneyti að beiðni hafnarstjórnar er varðar þessar tillögur. Þær tillögur að breytingum gætu haft mikla þýðingu fyrir endurbyggingu á hafnarbryggju. Hafnarstjóri gerði stjórn einnig grein fyrir töfum sem orðið hafa á afgreiðslu málsins á þingi, en ætlunin var að afgreiða málið fyrir áramót. Málið er hins vegar á dagskrá ríkisstjórnar á morgun, þ.e. þriðjudaginn 22.01.2013. Það verður síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp til umræðu á þingi eftir minniháttar breytingar. Það er skilningur formanns Hafnasambandsins að það sé ætlun ríkisstjórnar að ljúka málinu fyrir þinglok.
     
    Rétt er að minna á, að með breytingum á 14. gr. er lagt til að ákvæðum laganna um ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir sé breytt í veigamiklum atriðum og þar með sé endurnýjun á hafnarbryggju styrkhæf um allt að 60%. Í framhaldinu verði það verkefni hafnarstjórnar að koma Hafnarbryggju í samgönguáætlun.
     
    Lagt fram til kynningar. 
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Yfirhafnarvörður sagði frá viðræðum við framkvæmdarstjóra Köfunarþjónustunnar ehf.,  ósk hans um kynningu á viðgerðum og viðhaldi á bryggjuþiljum.
    Hafnarstjórn óskaði eftir umræðum og yfirferð á málinu miðvikudaginn 6. febrúar nk. á réttum fundartíma hafnarstjórnar.
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Farið var yfir rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar til og með nóvember. Niðurstaðan er betri en áætlun gerði ráð fyrir eða um 10 m.kr.
    Hafnarstjórn fagnar góðum rekstri.
    Hafnarstjórn telur rétt að færa til bókar ánægju með góða rekstrarafkomu hafnarsjóðs.
     
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Lögð fram reglugerð, en markmið hennar er að draga úr tjóni eða koma í veg fyrir tjón vegna bráðamengunar eftir því sem kostur er.
    Hafnarstjóri bendir á 3. lið í fundargerð Hafnarsambands Íslands, en þar koma fram áhyggjur af kostnaði sem gæti lagst á hafnir við upptöku reglugerðar við bráðmengun hafna.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Yfirhafnarvörður gerir grein fyrir stöðu mála.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingu á tillögu að áætlun ársins, frá síðasta fundi. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað að framkvæmdafé yrði 12.5 m.kr. í stað 25 m.kr.
    Ástæðan er ákvörðun um að framkvæmdir ársins væru 235 m.kr. á árinu 2013. Ljóst er að fé til framkvæmda frá ríkinu eru af skornum skammti þetta árið og á þessari stundu er ekki séð hvort eða hvenær fjármagn fæst í endurbyggingu Hafnarbryggju, sem er afar brýnt verkefni að mati hafnarstjórnar.
    Á næsta fundi mun hafnarstjórn taka málið til frekari umræðu, þegar ljóst er hver niðurstaðan verður á þingi um lög nr.61/2003 með síðari breytingum. 
    Hafnarstjórn harmar aðferðarfræðina, er varðar ákvarðanatöku og snertir framkvæmdafé ársins 2013 sem og að það hafi dregist að boða til fundar um málið. Hafnarstjórn minnir á, að ætlunin var að auka frelsi nefnda á kjörtímabilinu.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
    Fundargerð 352. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>