Bílastæði og umhverfi við Hvanneyrarbraut 64

Málsnúmer 1207030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 01.08.2012

Ari Trausti Guðmundsson f.h. húsfélagsins Hvanneyrarbraut 64 sendir inn erindi með óskum um úrbætur í þremur liðum.

1. Venjuleg bílastæði samhliða gangstéttum og þá merkt húsunum, 4-5 við hvern inngang.

2. Að lokið sé við jarðvegsskipti og gerð bílastæða og akbrautar neðan við hús nr. 64 - með sama sniði og við nr. 62.

3. Að fyrirkomulag með grenndargámum sé raungert í samræmi við ákvarðanir um það - sem íbúum var sagt að hafi verið teknar í fyrra af meirihluta íbúa í grenndinni. Þannig má losna við fjölda sorptunna við húsin.

 

Nefndin bókar:

1. Ekki er hægt að merkja bílastæði fyrir hvern inngang þar sem stæðin þjóna einnig húsum vestan megin götunnar.

2. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að lokið sé við jarðvegsskipti, gerð bílastæða og akbrautar neðan við hús nr. 64 en bendir á að kostnaður við slíkar framkvæmdir fellur á lóðarhafa.

3. Settir voru grenndargámar í samræmi við þær ákvarðanir sem höfðu verið teknar, eftir uppsetninguna kom mikil óánægja í ljós vegna stærðar gámanna og voru þeir því fjarlægðir aftur. Hægt væri að koma fyrir minni einingum og smíða e.t.v. timburveggi í kringum þá en kostnaður við slíkar framkvæmdir fellur á lóðarhafa.