Varðar hús áfast Lindargötu 22 Siglufirði

Málsnúmer 1207023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 12.07.2012

Eigandi fasteignarinnar að Lindargötu 22 Siglufirði sendi inn erindi þar sem hann kemur á framfæri áhyggjum af því að húseignin að Lindargötu 22 sé að skemmast vegna vanhirðu áfasts húss sunnan þess (Lindargötu 24). Biður eigandinn því um að skoðað verði hvernig hægt sé að knýja fram úrbætur, til að mynda á grundvelli greinar 2.9.2 byggingarreglugerðar svo tryggt verði að eignin að Lindargötu 22 verði ekki fyrir skemmdum.

 

Nefndin felur tæknideild að senda bréf til þess að knýja fram úrbætur.