Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
Málsnúmer 1207003F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
Sigurður Valur Ásbjarnarson fyrir hönd Fjallabyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bráðabirgðavegar upp í Fífladali vegna upptakastoðvirkjaframkvæmda.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
Jón Andrjes Hinriksson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf sækir um leyfi til að setja upp skilti (vegvísi) sem vísar á bensínstöð Olís á Siglufirði við gatnamót Snorragötu og Gránugötu.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
Eigandi fasteignarinnar að Lindargötu 22 Siglufirði sendi inn erindi þar sem hann kemur á framfæri áhyggjum af því að húseignin að Lindargötu 22 sé að skemmast vegna vanhirðu áfasts húss sunnan þess (Lindargötu 24). Biður eigandinn því um að skoðað verði hvernig hægt sé að knýja fram úrbætur, til að mynda á grundvelli greinar 2.9.2 byggingarreglugerðar svo tryggt verði að eignin að Lindargötu 22 verði ekki fyrir skemmdum.
Nefndin felur tæknideild að senda bréf til þess að knýja fram úrbætur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
Ásgrímur Pálmason fyrir hönd hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir að fá að hefja framkvæmdir við reiðveg frá afleggjara að borholum Norðurorku í landi Skeggjabrekku og fram að Garðsá í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.