Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstraleyfi

Málsnúmer 1206056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 27.06.2012

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Iðngarða Siglufjarðar ehf. vegna reksturs Gistihúss Jóa að Strandgötu 2, Ólafsfirði.

 

Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. III. flokki 5 gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistiheimili með veitingum þó ekki áfengisveitingum.

 

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

 

Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.