Beiðni um umsögn vegna umsóknar á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206055

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 27.06.2012

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Þóri Kr. Þórissyni f.h. 580 slf. vegna reksturs gististaðanna The Herring house að Hávegi 5 og Hlíðarvegi 1 á Siglufirði.

 

Þar sem um nýja staði er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5 gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.

 

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

 

Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.