Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024

Málsnúmer 1206053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 27.06.2012

Umhverfisráðuneytið hefur að undarförnu unnið að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs gefur ráðherra út til tólf ára í senn almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir landið allt.
Ráðuneytið gaf síðastliðið haust almenningi, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi efni landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Samhliða fundaði ráðuneytið með fjölmörgum aðilum um fyrirhugaða landsáætlun um úrgang. Ráðuneytið hefur nú unnið úr framkomnum hugmyndum og gert drög að landsáætlun um úrgang.
Hér með er yður veittur kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Óskað er eftir að umsögn berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst 2012.
Drög að landsáætluninni má finna á vefsíðu ráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is og vefsíðu Umhverfisstofnunar, www.umhverfisstofnun.is.
Lagt fram til kynningar.