Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 4. apríl 2012

Málsnúmer 1204003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 11.04.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Ólafur Sigurðsson og Pálína Pálsdóttir fyrir hönd SR-vélaverkstæði óska eftir leyfi til að gera útlitsbreytingar, ásamt breytingum á skipulagi innandyra á húseigninni Vetrarbraut 14, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningum.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Gunnhildur Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir sækja um leyfi til að gera breytingar á húseigninni Ólafsvegur 19, Ólafsfirði sem felst í að setja upp sólpall og svalahurð á suðurhlið hússins skv. meðfylgjandi teikningum.
    Nefndin bendir á að þar sem skjólveggir ná yfir 1.8 metra þarf samþykki nágranna. Að undangengnu samþykki nágranna þá samþykkir nefndin erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • .3 1203098 Hlíðarvegur 59
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Þórmóður Sigurðsson óskar eftir leyfi til að setja upp pall við húseignina Hlíðarveg 59, Ólafsfirði skv. teikningu.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Elín Þorsteinsdóttir innanhúsarkitekt, fyrir hönd Ómars Óskarssonar, sækir um leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni Lindargata 2C, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningum.
    Nefndin tekur jákvætt í erinindið, en bendir á að þar sem húsið er byggt fyrir 1918 þá falla breytingar á húsinu undir húsafriðunarnefnd og þarf umsögn að liggja fyrir áður en skipulags- og umhverfisnefnd afgreiðir erindið. Tæknideild falið að fá umsögn. húsafriðunarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði. Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.
    Nefndin óskaði eftir frekari gögnum um málið og hafa þau nú borist.
    Nefndin felur tæknideild að fá umsögn sýlsumanns um hvort skiltið standist reglugerð um bann við áfengisauglýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Landvernd sendir skipulags- og umhverfisnefnd bréf dags. 2. janúar 2012, en um er að ræða beiðni Landverndar um aðstoð við kortlagningu smábátahafna og baðstranda vegna Bláfánans. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir góða umhverfisstjórnun. Til að hljóta viðurkenningu þurfa rekstraraðilar að móta umhverfisstefnu og innleiða umgengnisreglur, kortleggja þjónustu á svæðinu og veita upplýsingar um aðbúnað og umhverfi á skiltum.
    Nefndin fór yfir framlagða könnun og felur umhverfisfulltrúa að svara erindinu í samræmi við yfirferð og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Þorsteinn Jóhannesson, fyrir hönd Rarik, sendi inn athugasemd við fyrirhugaðan lóðaleigusamning vegna sumarbústaðar, rétt við nýja hitaveituborholu í Skarðsdal.
    Nefndin hafnar ósk um kvöð vegna hugsanlegra framkvæmda innan lóðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Jón Hólm Pálsson óskar eftir leyfi til þess að breyta útliti glugga á Norðurgötu 5 samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Húsið fellur undir húsafriðunarnefnd og hefur húsafriðunarnefnd samþykkt breytingarnar þar sem verið er að færa útlit hússins í upprunalegt horf.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Lagður er fram lóðaleigusamningur, ásamt lóðarblaði fyrir Gránugötu 1a, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum