Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

Málsnúmer 1203012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 11.04.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1203092 Verkfræðiráðgjöf
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

    Ævar fór yfir minnisblað þar sem fram kemur að arkitektar óska eftir að fá að semja um verkfræðihönnun vegna hönnunar á 2. áfanga við grunnskólann í Ólafsfirði. Um er að ræða hönnun á neysluvatns- og hitakerfi, raflögnum og burðarþoli. Ævar óskaði eftir að fá að semja við Verkfræðistofu Norðurlands og Raftákn á Akureyri.

    Nefndin samþykkir að arkitekar semji við Verkfræðistofu Norðurlands og Raftákn vegna verkfræðihönnunar við 2. áfanga grunnskólans Ólafsfirði.

     

     

     

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1203026 Aðgengi
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012
    Umræða varð um tillögur að flóttaleiðum úr suðurálmu grunnskólans. Fram komu hugmyndir um fleiri valkosti og er arkitekt falið að sækja umsagnir til Mannvirkjastofnunar og slökkviliðsstjóra vegna þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1203094 Grunnskóli Ólafsfirði, efnis og litaval
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

    Ævar kom með efnis- og litaprufur ásamt flísum og vatnsbretti sem verktaki er búinn að leggja fram til samþykktar. Einnig lagði hann til að skólinn yrði málaður í hvítum lit og gluggar dökkbláir.

    Nefndin samþykkir framlagt vatnsbretti sem er af gerðinni Mustang náttúrusteinn og skal það notað í sólbekki líka. Framlagðar flísar af tegundinni Mount Everest eru samþykktar.

    Nefndin samþykkir einnig tillögu arkitekts að mála skólann hvítan með dökkbláum gluggum að utanverðu.

    Nefndin samþykkir að við ákvörðun á litavali vegna dúka verði hafður til viðmiðunar dúkur frá Kjaran, linoleum dúkur Marmoleum Real 3075 og Vivace 3421.

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1203095 Grunnskóli Fjallabyggðar, inntök
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

    Ármann bendir á að inntök inn í grunnskólann verða ekki aðgengileg samkvæmt núverandi hönnun. Lagt er til að búinn verði til skriðkjallari til þess að gera inntök heitavatns og kaldavatns aðgengileg.

    Erindi samþykkt.

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Bæjarstjóri vakti athygli á að breyting hefði orðið á afgreiðslu nefndarinnar eftir aðkomu hönnuða og kostnaður við framkomnar breytingar var orðinn ljós.<BR>Ákveðið var að fara hefðbunda leið fyrir aðkomu að inntökum heita- og kaldavatns.<BR>Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar með áorðnum breytingum, staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • .5 1203024 Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.