Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Málsnúmer 1203011F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Fimmtudaginn 22. mars 2012, komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu í máli Hjartar Þórs Haukssonar gegn Fjallabyggð, að Fjallabyggð bæri að innleysa fasteign Hjartar, sem er flugskýli við flugvöllinn í Ólafsfirði. Fjallabyggð var einnig gert að greiða eina milljón í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Skrifstofu- og fjármálastjóri kynnti bæjarráði næstu skref í málinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Á 251. fundi bæjarráðs var farið yfir samþykkt fjármagn í áætlunum vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Samtals samþykkt fjármagn til framkvæmda í áætlunum er 230 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2011, voru lagðar til 43 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2012, 175 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2013, 12 m.kr.
Á árinu 2011 voru notaðar 6 m.kr. af þeirri heimild.
Bæjarráð samþykkir að heimila flutning á 37 m.kr. af ónotuðu framkvæmdafé ársins 2011 yfir til ársins 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Fyrir bæjarráði liggur tilboð í Bylgjubyggð 49, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofu- og fjármálastjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð og jafnframt heimild til að ljúka málinu ef um semst.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til febrúar 2012, annars vegar fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um tilflutning á fjármagni á fjárhagsáætlun 2012 til að mæta snjómoksturskostnaði.
Á áætlun 2012 voru 9 milljónir en búið er að moka fyrir 8,9 í lok febrúar.
Bæjarráð samþykkir lækkun á fjárhagslið 10-31-2941, fyllingarefni og ofaníburði, um 0,5 milljón, lækkun á fjárhagslið 10-31-2942, malbik, olíumöl og steypa, um 3 milljónir, á móti hækkun að upphæð 3,5 milljónir á fjárhagslið fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Lagt fram til kynningar bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 14. mars 2012, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að styrkja sveitarfélagið á árinu 2012, um 1,1 milljón til byggða- og húsakönnunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
Lögð fram til kynningar 795. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. mars 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
251. fundur bæjarráðs óskaði eftir kostnaðarupplýsingum um deiliskipulagsverkefnið á Þormóðseyri.
Samkv. upplýsingum tæknideildar er kostnaður áætlaður á bilinu 650 til 850 þúsund miðað við áætlaðan tímafjölda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.