Lóðarleigusamningur í Skarðsdal - búsetukvöð

Málsnúmer 1202043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14.02.2012

Tekinn til umfjöllunar samningur um lóðina Valló í Skarðsdal l.nr. 197278 undir sumarbústað, sem ekki fékkst þinglýstur á sínum tíma vegna búsetukvaðar.
Gengið hefur verið tvívegis frá lóðarleigusamningi fyrir umrædda eign, sjá m.a. bókun frá 12. nóvember 2003.
Fyrir bæjarráði liggja upplýsingar Umhverfisráðuneytisins frá 1994 vegna sambærilegs máls á Ísafirði, þar sem skilyrði við bústetu var takmarkað og þeirri kvöð þinglýst.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á kvöðum sem uppfylla þinglýsingu á lóðarleigusamningi.

Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.