Fjárhagsáætlun málefna fatlaðra 2012

Málsnúmer 1201011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17.01.2012

Heildartekjur SSNV er varðar málefni fatlaðra munu nema í heild um 500 m.kr. og þar af munu greiðslur frá sveitarfélögunum beint nema 74 m.kr. á árinu 2012. Framlag Jöfnunarsjóðs nemur því um 426 m.kr.

Hlutur Fjallabyggðar er um 15 m.kr. eða 1.254.947 á mánuði.
Með yfirtöku sveitarfélaga á málaflokknum hækkaði álagningarstofn útsvars um 1.2 prósentustig. Þannig renna 0.25 prósentustig beint til bæjarfélagsins, en 0.95 prósentustig renna til Jöfnunarsjóðsins og þaðan til Byggðasamlagsins.

Heildarkostnaður Byggðasamlagsins vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð er áætlaður um 91 m.kr.

Lagt fram til kynningar.