Selvíkurnefsviti

Málsnúmer 1112003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13.12.2011

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Siglingastofnun um viðhald og eignarhald á Selvíkurnefsvita.

Eftir þær viðræður er ljóst að bæjarfélagið hefur full umráð og eignarhald yfir vitanum sem þarfnst mikils viðhalds og Siglingastofnun mun ekki koma að endurbótum eða lagfæringum á honum.

Yfirhafnarvörður hefur fengið aðstoð björgunarsveitarinnar til að flytja rafgeyma og annan búnað út í vitann.

Nú er einnig ljóst að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til viðhalds á vitanum í áætlun ársins 2012.

Vegna fyrirspurna telur bæjarráð ekki tímabært að breyta eignahaldi á Selvíkurnefsvita.