Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, reiðleiðir

Málsnúmer 1110067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 05.01.2012

Á fundi nefndarinnar þann 6. október 2011 var samþykkt að breyta merkingu reiðleiða á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, við Kleifarveg og Ósbrekku og merktar verði gamlar reiðleiðir um Fossabrekkur og Fossdal.

Lagðir eru fram þéttbýlis- og dreifbýlisuppdráttur með breytingum á merkingum reiðleiða í samræmi við það sem samþykkt var.

 

Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda breytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.