Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 24. ágúst sl. var samþykkt að umsókn húseigenda við Hlíðarveg 1, Siglufirði um að fá leyfi til að reisa 3 gestahús á lóð sinni færi í grenndarkynningu.
Húsin sem óskað er eftir að fá leyfi til að reisa eru 25 m² að stærð ásamt 8 m² sólpalli. Leitast verður við að láta þau falla vel að umhverfinu sínu, en lóðin er skógi vaxin. Hugmyndin er að hefja rekstur gistiheimilis að Hlíðarvegi 1 sem markaðssett verður sérstaklega fyrir erlenda ferðamenn. Starfsmaður mun ávalt vera til staðar enda verður boðið upp á fulla þjónustu, þ.e.a.s upp á búin rúm og morgunverð, svo ekki á að skapast ónæði frá gestum í þessum rólega hluta Siglufjarðar.
Athugasemdum við ofanskráða tillögu skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011.
Erla Bjartmarz og Þórir Kr. Þórisson óska eftir leyfi til að reisa 3 gestahús á lóðinni Hlíðarvegi 1, Siglufirði. Lóðin er um 2000 ferm. að stærð og húsin sem stefnt er á að reisa, ef samþykki fæst, eru 25 ferm. ásamt 8 ferm. sólpalli. Meðfylgjandi er afstöðumynd og teikningar af húsunum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að erindið verði sett í grenndarkynningu til eigenda húseigna á Hlíðarvegi 1c, 3, 3c, 4, 6, 7, 7b, 7c.