Gámaleyfi

Málsnúmer 1106046

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur - 09.06.2011

Sverrir Sævar Ólafsson sækir um leyfi til að hafa frystigám í stuttan tíma á hafnarsvæði bæjarfélagsins.

Hafnarstjórn samþykkir leyfið til 1. september gegn greiðslu á gámaleyfi og er yfirhafnarverði falið að úthluta honum staðsetningu.

Lögð er mikil áhersla á að Sverrir gangi á undan öðrum sjófarendum í snyrtimennsku á hafnarsvæðinu en hafnarstjórn er með átak í gangi um bætta umgengni.