Samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 1105081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 215. fundur - 24.05.2011

Lagður fram til umræðu og afgreiðslu samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og lögum um almannavarnir nr. 82/2008.

Aðilar að samningi þessum eru: Akureyrarkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur.

Aðgerðarstjórn verður með aðsetur á Akureyri og tvær vettvangsstjórnir og er starfssvæði þeirra Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, sem stjórnar aðgerðum komi til almannavarnaástands á starfsvæðum þeirra.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 241. fundur - 20.12.2011

Lagður fram til samþykktar nýr samningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, en ætlunin er að skrifa undir samninginn á morgun miðvikudaginn 21.12.2011 á Akureyti kl. 15.00. Bæjarráð felur skrifstofu-og fjármálastjóra að undirrita samninginn í fjarveru bæjarstjóra.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í almannavarnarnefnd verði skipaður
aðalmaður Þorsteinn Jóhannesson og varamaður hans Tómas Einarsson.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í vettvangsstjórn fyrir Fjallabyggð verði skipaðir

1. Ámundi Gunnarsson og varamaður hans Ingvar Erlingsson

2. Ómar Geirsson og varamaður hans Elín Arnardóttir

3. Grétar Björnsson og varamaður hans Björg Traustadóttir

4. Þormóður Sigurðsson og varamaður hans Gunnar Ásgrímsson

5. Gestur Hansson og varamaður hans Einar Áki Valsson

 

Vettvangsstjórar

1. Kristján Hauksson, Ólafsfirði

2. Ingvar Erlingsson, Siglufirði

3. Ármann Viðar Sigurðsson, Fjallabyggð

 

Samþykkt samhljóða.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10.01.2012

Lagður fram undirritaður samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar, en samningurinn var undirritaður 21.desember s.l. og tók gildi frá og með undirritun.