Lánayfirlit 31. ágúst 2010

Málsnúmer 1009068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 183. fundur - 14.09.2010

Í ágústlok er nettó staða skulda sveitarfélagsins 955 milljónir.
Skuld við Lánasjóð sveitarfélaga er 329 milljónir, við Íbúðalánasjóð 471 milljónir og við aðrar lánastofnanir 158 milljónir.
Skuldaviðurkenningar eignasjóðs, hafnarsjóðs og veitustofnunar við aðalsjóð eru samtals 1.821 milljónir.
Heildarskuldir bæjarfélagsins eru 2.779 milljónir.
Þar af staða lána í erlendri mynt 13 milljónir.

Eignamegin eru bréf á eigin sjóði að upphæð 1.821 milljónir og til viðbótar gatnagerðarbréf að upphæð 3 milljónir.
Heildareignabréf bæjarfélagsins eru 824 milljónir.
Mismunur 955 milljónir.


Á sama tíma fyrir ári var staðan 1.010 milljónir.

Í árslok 2009 voru heildarskuldir Fjallabyggðar samkvæmt ársreikningi 993 milljónir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra að bera saman vaxtakjör á inneignum bæjarfélagsins og lánasafni.