Tilboð í skólamáltíðir 2010-2012

Málsnúmer 1006080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 175. fundur - 06.07.2010

Undir þessum lið vék áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Gunnarsdóttir af fundi.
Á 49. fundi fræðslunefndar voru á dagskrá tilboð í skólamáltíðir 2010 - 2012 og eftirfarandi bókað:

"Fjallabyggð hefur óskað eftir tilboðum í eldaðan mat fyrir nemendur í 1.- 10. bekk og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði annars vegar og fyrir nemendur í 1.- 6. bekk og starfsfólk Grunnskólans í Ólafsfirði hins vegar. Samningstími er tvö ár, frá 2. september 2010 - 3. júní 2012. Eftirfarandi tilboð bárust:

 

Allinn, Aðalgötu 30 Siglufirði (650 kr. p/máltíð)

Höllin Hafnargötu 16 Ólafsfirði (642 kr. p/máltíð)

Brimnes hótel, Bylgjubyggð 2 Ólafsfirði (505 kr. p/máltíð)

Fræðslunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðendur á hvorum stað".


Bæjarráð samþykkir niðurstöðu fræðslunefndar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum.