Framkvæmdir á sundlaugarsvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 1004019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 165. fundur - 08.04.2010

Fundarmenn fóru í vettvangsferð með skipulags- og byggingarfulltrúa til að skoða framkvæmdir á sundlaugarsvæði í Ólafsfirði. Farið var yfir teikningar ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og rætt við verktaka.

Að lokinni vettvangsferð fundaði skipulags- og byggingarfulltrúi með bæjarráði, þar sem farið var nánar yfir framkvæmdastöðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi, útreikninga vegna breytinga á framkvæmdinni.

Bæjarráð samþykkir stækkun lendingarlaugar á móti því að sleppa sporöskjulaug með bunusteini, að því gefnu að það hafi ekki aukakostnað í för með sér.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 166. fundur - 13.04.2010

Gert er ráð fyrir að allir bæjarfulltrúar mæti.

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs:

bæjarfulltrúarnir, Þorsteinn Ásgeirsson, Helga Jónsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Egill Rögnvaldsson og Kristján Hauksson.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Stefán Ragnar Hjálmarsson.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda á sundlaugarsvæðinu í Ólafsfirði.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 167. fundur - 16.04.2010

48. fundur bæjarstjórnar samþykkti eftirfarandi :

"Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráði verði falið að fara yfir framkvæmdir við sundlaug Ólafsfjarðar með það fyrir augum að kanna hvort hægt sé að ljúka framkvæmdum nú í sumar m.a. með uppsetningu rennibrautar. Bæjarráð hraði athugun sinni og leggi fyrir bæjarstjórn tillögu á næsta fundi í maí."
Fyrir bæjarráði liggja upplýsingar skipulags- og byggingarfulltrúa um viðbótarkostnað vegna framkvæmda að upphæð 25,9 milljónir. Þar er rennibraut undanskilin.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa framkomnum viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Jafnframt felur bæjarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að niðurskurði á framkvæmdum á móti þessari upphæð.

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir sat hjá og óskar að eftirfarandi sé bókað.
"Í ljósi þess hvernig að verkinu hefur verið staðið þá get ég ekki fallist á þessa viðbót"

Bæjarráð Fjallabyggðar - 168. fundur - 26.04.2010

Á 167. fundi sínum óskaði bæjarráð eftir tillögu frá skipulags- og byggingarfulltrúa að niðurskurði á framkvæmdum á móti viðbótarkostnaði vegna framkvæmda á sundlaugarsvæði að upphæð 25,9 milljónir.
Fyrir bæjarráði liggur tillaga að frestun eftirfarandi framkvæmda og viðhaldsverkefna.
Malbikun á Háveg syðst               -10,1 millj
Yfirlögn á Ólafsvegi                        -7,44 millj.
Yfirlögn á Hornbrekkuveg              -5,58 millj.
Gangstétt Ægisgötu                         -6,1 millj.
Samtals lækkun                            -29,22 millj.

Mism. yfir á viðhaldslið gatna            3,32 millj.
Heildarbreyting                              25,9 millj.
Bæjarráð vísar framkominni tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn.