Viðhaldsátak í þágu aukinnar atvinnusköpunar

Málsnúmer 1003163

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 165. fundur - 08.04.2010

Til kynningar erindi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðhaldsátak ríkisins í þágu aukinnar atvinnusköpunar.

Á síðasta fundi Jónsmessunefndar, sem er samráðsvettvangur ríkis og sveitarfélaga, greindi fulltrúi ríkisins frá því að í undirbúningi væri á vegum þess að ýta úr vör og styðja við sérstakt átak til viðhalds og endurbóta á húsnæði í opinberri eigu, eða húsnæðis sem nýtt er í opinberum tilgangi, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.
Rætt var um þörf sveitarfélaga fyrir slíkan stuðning og samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga um aðkomu að þessu verkefni, ekki síst varðandi það að afla upplýsinga um áform sveitarfélaga varðandi viðhald á húsnæði í þeirra eigu.
 Þetta átak gagnvart sveitarfélögunum byggist á því að um viðbótarviðhaldsverkefni sé að ræða m.v. áður samþykkt verkefni skv. fjárhagsáætlunum.
Á grundvelli framangreinds óskar undirritaður eftir að sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka einhvern þátt í þessu átaki og telja sig hafa til þess fjárhagslegar forsendur,  sendi hag- og upplýsingasviði sambandsins í netfangið johannes@samband.is upplýsingar um hvert og eitt verkefni, áætlaðan framkvæmdatíma þess (upphaf og endi) og áætlaðan heildarkostnað hvers verkefnis, með virðisaukaskatti, þar sem vinnuliðurinn er sérgreindur.
 
Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögum frá skipulags- og byggingarfulltrúa.