Beiðni um umsögn vegna umsóknar Björgunar ehf.um leyfi til efnistöku af hafsbotni úr Gullgjá í Siglufirði

Málsnúmer 1002062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Orkustofnun óskar umsagnar Fjallabyggðar um umsókn Björgunar ehf um leyfi til að dæla upp fyllingarefni af 23.000 fermetra svæði í svonefndri Gullgjá, sem er framalega í Siglufirði, sjá meðfylgjandi kort.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og telur rétt að hafnarstjórn sé kynnt málið.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 23. fundur - 05.03.2010

Orkustofnun óskar umsagnar Fjallabyggðar um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til að dæla upp fyllingarefni af 23.000 fermetra svæði í svonefndri Gullgjá, sem er framarlega í Siglufirði. Skipulags- og umhverfisnefnd tók málið fyrir á sínum fundi þann 24. febrúar s.l. og bókaði: "Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og telur rétt að hafnarstjórn sé kynnt málið." Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsögnina svo fremi að hún leiði ekki til skemmda á hafnarmannvirkjum.

Að þessum fundarlið loknum yfirgaf Stefán Ragnar fundinn.