Stjórn Hornbrekku

31. fundur 21. janúar 2022 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar gerðu grein fyrir framgangi verkefnisins undanfarið og framundan. Upplýsti bæjarstjóri að Fjallabyggð hefði hlotið 5 milljónir í styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að setja af stað nýsköpunar- og þróunarverkefni öldrunarþjónustu í Fjallabyggð. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði við verkefnisstjórn og aðkeypta sérfræðivinnu á komandi misserum.

2.Starfsemi Hornbrekku 2022

Málsnúmer 2201037Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsemi Hornbrekku. Starfsemin hefur gengið vel en nokkrir starfsmenn urðu að fara í sóttkví um jól og áramót en ekkert smit hefur borist inn á heimilið. Takmarkanir voru hertar milli jóla og nýárs vegna samfélagslegra smita. Íbúar fengu ekki að fara út af heimilinu um áramótin, en ættingjar gátu komið í heimsókn. Heimsóknarreglur breyttust fljótlega eftir áramótin og nú mega tveir ættingjar koma daglega. Framkvæmdir við endurbætur á herbergjum íbúa eru hafnar að nýju. Þorrablót Hornbrekku var haldið 12. janúar og íbúar og starfsfólk skemmtu sér vel.

3.Fyrirspurn eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands

Málsnúmer 2201038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sjúkratryggingum Íslands(SÍ), dags. 6. janúar sl. varðandi fyrirspurn eftirlitsdeildar SÍ vegna gæðakerfa og handbóka hjúkrunarheimila 2021, þar sem óskað er eftir afriti af gæðastefnu og gæðahandbók heimilisins, afriti af innra eftirliti sem sýnir fram á að starfsemin sé í samræmi við gæðastefnuna og gögnum úr GÁMES-eftirlitskerfinu (HACCP) sem sýna virkt eftirlit. Hjúkrunarforstjóri hefur sent SÍ viðhlítandi svör og upplýsingar.

4.Mat stjórnenda hjúkrunarheimila á stöðu mála vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2201039Vakta málsnúmer

Erindi frá embætti landlæknis, dags. 10. janúar sl. um mat stjórnenda hjúkrunarheimila á stöðu mála vegna COVID-19 faraldurs. Niðurstöður matsins fyrir Hornbrekku er að áhrif faraldursins hafi óveruleg áhrif á rekstur og starfsemi heimilisins.

5.Erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu( SFV)

Málsnúmer 2110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla framkvæmdastjóra SFV, dags. 24.12.2021.

Fundi slitið - kl. 13:00.