Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

271. fundur 21. júlí 2021 kl. 16:30 - 17:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Undir þessum lið vék Íris Stefánsdóttir af fundi.

1.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - vegna JE Vélaverkstæðis

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Ásgríms Gunnars Júlíussonar f.h. JE Vélaverkstæðis ehf. þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugaðri viðbyggingu undir bátasmiðju við Gránugötu 13 skv. meðfylgjandi teikningum áður en ráðist verður í fullnaðarteikningar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu með framlögðum teikningum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem grenndarkynningin nær til skv. framlagðri loftmynd gefur þeim nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta, kost á því að tjá sig um tillöguna innan fjögurra vikna frá því að gögnin eru send út.

2.Fyrirspurn vegna frístundabyggðar norðan golfvallar á Siglufirði

Málsnúmer 2107029Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um frístundabyggð við veginn upp í Skarðsdal og við veginn neðan golfskála.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina byggt á þeim gögnum sem fram eru lögð en bendir á að gera þarf deiliskipulag af svæðinu sem yrði kostuð af framkvæmdaraðila og aðalskipulagsbreytingu sem yrði kostuð af sveitarfélaginu, ef af verkefninu verður.

3.Umsókn um heimild til gerðar breytingartillögu á deiluskipulagi Leirutanga

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Magnúsar Tómassonar f.h. Bás ehf., dagsett 8. júlí 2021 þar sem óskað er eftir heimild til gerðar breytingartillögu á deiliskipulagi Leirutanga, nánar tiltekið fyrir lóðina Egilstanga 1 þar sem starfsemi Bás ehf. er í dag. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni er þörf á breytingu aðalskipulags fyrir lóðina. Í breytingartillögunni yrði áfram gert ráð fyrir núverandi starfsemi á stækkaðri lóð Egilstanga 1 með kvöð um aðgengi að jarðlögnum sveitarfélagsins og mótvægisaðgerðum vegna ásýndar og ytri áhrifum starfseminnar gagnvart útivistarsvæði, griðlandi fugla og tjaldsvæði.
Nefndin heimilar framlagningu breytingartillögu á deiliskipulagi Leirutanga við Egilstanga 1.

4.Fyrirspurn vegna breytinga á Gránugötu 15B Siglufirði

Málsnúmer 2106070Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B. Nefndin vísaði erindinu til hafnarstjórnar áður en lengra yrði haldið. Hafnarstjórn tók vel í erindið og benti á mikilvægi þess að vinna deiliskipulag af svæðinu með þeim hætti að líkur á núningi milli ólíkrar starfsemi verði lágmarkaðar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en áréttar að við hönnun hússins þarf að gæta að því að staðsetning húss er á hafnarsvæði og taka þarf tillit til þeirrar starfsemi sem þar fer fram og að hún verði ekki takmörkuð með neinum hætti. Með framhaldið er vísað í framlagt minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa.
Fylgiskjöl:

5.Umsókn um byggingarleyfi - Bakkabyggð 2

Málsnúmer 2107041Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 18. júlí 2021 þar sem Björn Sigurðsson sækir um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Bakkabyggð nr.2, Ólafsfirði í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi - Hlíðarvegur 1 Siglufirði

Málsnúmer 2107045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 19. júlí 2021 þar sem Kristján Eldjárn Hjartarson sækir um leyfi fyrir hönd Þóris K. Þórissonar fyrir skráningu smáhýsa á lóðinni Hlíðarvegi 1 á Siglufirði skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum og skráningartöflu.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Reykir, Grjótagata 3

Málsnúmer 2107018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Kristjönu Baldursdóttur og Kára Eðvarðssonar um endurnýjun lóðarleigusamnings við Grjótagötu 3 í frístundabyggðinni við Reyki í Ólafsfirði. Einnig lögð fram drög að lóðarblaði sem verður fylgiskjal nýs samnings.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hlíðarvegur 1 Siglufirði

Málsnúmer 2107017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Þóris K. Þórissonar og Erlu Bjartmarz um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hlíðarveg 1 á Siglufirði. Einnig lögð fram drög að lóðarblaði sem verður fylgiskjal nýs samnings.
Erindi samþykkt.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 14

Málsnúmer 2107025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn húseigenda við Laugarveg 14 á Siglufirði um endurnýjun lóðarleigusamnings. Einnig lögð fram drög að lóðarblaði sem verður fylgiskjal nýs samnings.
Erindi samþykkt.

10.Skil á lóðinni Gránugötu 12 Siglufirði

Málsnúmer 2107031Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi Sigurðssyni f.h. Gbess ehf. þar sem skilað er inn lóðinni við Gránugötu 12 á Siglufirði. Einnig lögð fram drög að samkomulagi um skil á lóðinni.
Erindi samþykkt og tæknideild falið að ganga frá samkomulagi um skil á lóðinni.

11.Umsókn um beitarhólf og uppsetningu brunahana í fjárhúsahverfinu Siglufirði

Málsnúmer 2011058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra vegna ábendingar frá Haraldi Björnssyni þann 30. nóvember sl. um staðsetningu brunahana við skipulagt fjárhúsahverfi á Siglufirði.
Nefndin þakkar slökkviliðsstjóra greinargóða umsögn og tekur undir þau sjónarmið sem þar eru sett fram.

12.Aspir á lóðamörkum - Laugarvegi 32

Málsnúmer 2107023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi íbúa við Laugarveg 32 þar sem óskað er eftir því að aspir sem staðsettar eru á milli lóðarmarka Laugarvegar 30 og 32 verði fjarlægðar.
Tæknideild falið að vinna að lausn málsins.

13.Ósk um að loka götum tímabundið

Málsnúmer 2107024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Marteins B. Haraldssonar þar sem óskað er eftir því að Vetrarbraut á Siglufirði verði lokuð laugardaginn 31. júlí nk. frá Gistiheimilinu Hvanneyri og norður að næstu gatnamótum vegna viðburðar við Segul 67.
Erindi samþykkt.

14.Endurskoðun samþykktar búfjárhalds í Fjallabyggð

Málsnúmer 2106056Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð samþykkt búfjárhalds í Fjallabyggð.
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar.

15.Hliðrun byggingarreits-Skógarstígur 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna beiðni um endurupptöku kærumáls nr. 12/2021.

Fundi slitið - kl. 17:45.