Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

97. fundur 29. mars 2023 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Heimsóknir til listamanna

Málsnúmer 2211001Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd heimsækir listamenn í Fjallabyggð.
Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Brynju Baldursdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023 í upphafi fundar. Nefndin þakkar Brynju fyrir höfðinglegar móttökur og góða kynningu á list sinni og starfi.

2.Skyndiviðburðir 2023, reglur og úthlutanir

Málsnúmer 2302081Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun 2023 er áætlað fjármagn í svokallaða skyndiviðburði en það eru ýmiskonar list- eða menningarviðburðir, oft ákveðnir með stuttum fyrirvara.
Markaðs- og menningarnefnd hefur unnið drög að reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra skyndiviðburða. Drögum að reglum er vísað til umfjöllunar í bæjarráði og samþykktar bæjarstjórnar.

3.Menningartengdir skyndiviðburðir 2023

Málsnúmer 2303084Vakta málsnúmer

Umsókn hefur borist markaðs- og menningarnefnd um styrk í skyndiviðburð.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd hefur borist umsókn um styrk til tónlistarviðburðar. Nefndin tekur jákvætt í erindið og kallar eftir frekari upplýsingum.

Fundi slitið - kl. 19:00.